Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 Á fallegum degi Þó að Ísland sé herlaust land er ljóst að á Akranesi eru strandvarnirnar til mikillar fyrirmyndar. Hvort fallbyssan er brúkleg skal ósagt látið en hún getur að minnsta kosti skotið óboðnum gestum skelk í bringu! Á svona fallegum degi má þó búast við að gestir gangi um í friðsamlegum tilgangi og njóti fagurs útsýnis frekar en efna til einhvers lags illinda. Ómar NOKKRIR stjórnmálamenn hafa að undanförnu haft það á orði, að ákvarðanir um skipulagsmál væru mjög „pólitískar“. Það þýðir vænt- anlega, að þeim finn- ist tímabært að hafa afskipti af skipulags- málum í mikilli alvöru. Stjórn- málamenn eru meðal annars til þess kjörnir, að móta stefnu sem fram kemur í skipulagi. Það er þó ekki þar með sagt, að þeir hafi frjálsar hendur til að gera hvað sem þeim dettur í hug. Nú, á 21. öldinni er fólk um allan heim farið að gera auknar kröfur til stjórnmálamanna um að þeir vandi vel, og betur en fyrr, til hverskonar stefnumótunar og meti vandlega þá kosti, sem til greina koma. Sú krafa verður sífellt háværari, að kjósendur fái að vita hvað mismunandi stefnu- mótun kostar og hvaða afleiðingar hún hefur, ekki bara á umhverfið, heldur líka á líf okkar og framtíð, ákvarðanatakan sé gagnsæ, kostir og gallar kynntir og verðmiðinn skrifað- ur á grundvelli bestu fáanlegu upp- lýsinga. Það erum jú við, skattborgararnir, sem pungum út fjármununum þegar upp er staðið. Reynsla undanfarinna ára hefur kennt okkur, að við ákvarðanatöku um opinberar framkvæmdir, hefur mikið skort á að þessar vinnureglur væru hafðar að leiðarljósi. Eitt þeirra mála, sem mikið hafa verið rædd und- anfarna áratugi, er staðarval og und- irbúningur að smíði nýs Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH). Allur ferill í undirbúningi þessarar framkvæmdar hefur verið gagn- rýndur. Þó hefur á síðasta áratug lík- lega hátt á annan miljarð króna verið varið til staðarvals, skipulags, sam- keppni, þarfagreiningar, búnaðar- greiningar, tæknigreiningar og ann- ars undirbúnings og enn sér ekki til lands. Í fyrstu áætlunum um kostnað við smíði nýs Landspítala var talið að hann yrði um 70 milljarðar króna. Nú er þessi kostnaður áætlaður 51 millj- arður og er þá ekki meðtalið 7.000 m2 verslunarhverfi sem ráðgert er að rísi á þessu svæði. Umtalsverðir fjár- munir, nokkrir tugir milljarða króna, áttu að koma frá einkavæðingu og sölu Símans. Þeir peningar eru að öll- um líkindum týndir og tröllum gefn- ir. Nú vilja lífeyrissjóðirnir koma að verkinu og er það vel. Forystumenn þeirra þurfa hins vegar að gaumgæfa hvort faglega sé hér að málum staðið og hvort viðbygging við gamla Land- spítalann sé eini eða skynsamlegasti kosturinn. Þrátt fyrir allan tilkostnaðinn og undirbúningstímann ríkir nefnilega alls ekki einhugur um staðsetningu LSH, sem á að reisa á knappri lóð við eina mestu umferðargötu landsins. Í þessu sambandi hefur lítið verið fjallað um áhrifin á umhverfið, hina gömlu og fínlegu byggð í nágrenni sjúkrahússins, hvernig eitt af meist- araverkum íslenskrar byggingalistar yrði falið að baki nýrra bygginga, gíf- urlegan kostnað við gerð nýrra um- ferðarmannvirkja á þessu svæði, mikil fjárútlát vegna bílastæða neðanjarðar og allt það umrót og truflun, sem verður óhjákvæmilega á nærliggjandi byggð á bygging- artíma. Kostnaður við smíði LSH á þessum stað verður líka að öllum lík- indum umtalsvert meiri en áætlanir gera ráð fyrir og mun meiri en ef byggt yrði austar á höfuðborg- arsvæðinu. Um langt árabil hefur verið bent á aðra staði sem margir töldu mun álit- legri. Má einkum nefna land við Borgarspítalann í Fossvogi og við Vífilsstaði. Báðir þessir kostir voru kynntir heilbrigðisráðherra fyrir mörgum árum, en hinn þröngi og dýri kostur að byggja við gamla Landspítalann var engu að síður val- inn. Rökin voru þau, að unnt yrði að nýta aðstöðu, sem þar væri fyrir hendi og þarna yrði nýi spítalinn ná- lægt Háskóla Íslands og stutt fyrir nemendur að fara til verklegs náms. Að öllum líkindum er nú orðið úti- lokað að LSH rísi í tengslum við Borgarspítalann en ennþá koma nokkrir aðrir staðir til álita. Ef jarðgöng undir Öskjuhlíð og Kársnes með tilheyrandi tengi- mannvirkjum eru þar á ofan for- senda fyrir staðarvali LSH við Land- spítalann virðist full ástæða til þess að taka þetta mál enn einu sinni upp á borðið og skoða í alvöru þá kosti um staðarval sem koma enn til greina. Þetta er ekki síst mikilvægt ef á að fara að verja lífeyrissjóðunum okkar í að fjármagna þessa uppbyggingu að henni verði valinn hentugur staður sem dugi vel a.m.k. út þessa öld og án þess að valda algerri umferðarteppu á þegar ofhlöðnu gatnakerfi gamalla hverfa Reykjavíkur og án þess að yf- irgnæfa viðkvæma gamla byggð. Það er þekkt þumalfingursviðmið að rekstrarkostnaður spítala nær bygg- ingarkostnaði á þremur til fjórum ár- um og því skiptir mjög miklu við skipulag og hönnun helsta sjúkra- húss landsmanna að þar sé nægilegt landrými þannig að öll uppbygging tryggi auðveldan rekstur. Allar breytingar á byggingum og stækkun á þeim þurfa líka að vera auðveldar. Á helsta sjúkrahúsi landsins vinna líka þúsundir manna sem þurfa að komast auðveldlega til og frá vinnu, auk þess sem aðgengi viðskiptavin- anna þarf að vera gott. Hvernig væri nú að við hættum við að segja upp þeim 450-500 starfs- mönnum LSH sem nú er ráðgert að segja upp, til þess að við getum átt kost á þokkalegri heilsuþjónustu í kreppunni og notuðum tímann meðan verið er að ljúka við Tónlistarhúsið til að kanna hvort ekki sé hægt að finna betri stað fyrir LSH á höfuðborg- arsvæðinu? Fyrir flestar þjóðir er það nóg að vera með eitt svona risavaxið mannvirki í smíðum. Það hefur lengi verið ljóst að nú er óðum að myndast nýr samgönguás á höfuðborgasvæðinu sem nær frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar og reyndar alla leið frá Borgarnesi til Keflavíkur. Á þessum samgönguás er mun auðveldara að tryggja forsvar- anlegt þjónustustig í umferðarmálum en á nesjunum sem liggja vestan þessa áss, Seltjarnarnesi, Kársnesi og Álftanesi. Af því leiðir að auðvitað á þjónustu- starfsemi sem þjóna á öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins og reyndar landsmönnum öllum að vera valinn staður í góðum tengslum við þennan samgönguás hvort heldur um er að ræða spítala eða samgöngumiðstöð. Það er líka hagur okkar allra að nú- verandi mörk sveitarfélaga á þessu svæði séu ekki alls ráðandi um stað- arval þessarar starfsemi. Þarna eru ennþá nokkrir möguleikar á góðri lóð fyrir framtíðar Landspítala – há- skólasjúkrahús með nægilegt rými til stækkunar til allra átta og gott að- gengi fyrir flesta íbúa landsins um langa framtíð. Byggingarframkvæmdir á nýrri lóð myndu heldur ekki trufla starfsemi á núverandi stað og einnig mætti líka selja bæði lóðir og byggingar spít- alanna við Hringbraut og í Fossvogi til þess að fjármagna nýjan spítala eins og t.d. var gert í Osló fyrir nokkr- um árum með góðum árangri. Eftir Árna Gunnarsson og Gest Ólafsson »Kostnaður við smíði LSH á þessum stað verður líka að öllum lík- indum umtalsvert meiri en áætlanir gera ráð fyrir og mun meiri en ef byggt yrði austar á höf- uðborgarsvæðinu. Árni Gunnarsson Árni er fv. alþingismaður og stjórnar- maður í Framkvæmdanefnd vegna byggingar nýs Landspítala-háskóla- húss. Gestur er arkitekt og skipulagsfræð- ingur og fv. forstöðuðmaður Skipu- lagsstofu höfuðborgarsvæðisins. Landspítali-háskólasjúkrahús – óráðleg framkvæmd á röngum stað Gestur Ólafsson Samgöngur Nýr umferðarás á höfuðborgarsvæðinu. Úr Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, 1985-2005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.