Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 MIKIÐ hefur gengið á í efnahagslífi Íslend- inga og er nú svo komið að ríkissjóður er miklu meira en tómur. Hálf- byggt ráðstefnu- og tónlistarhús stendur við höfnina og tómar byggingar um alla borg. Svona er staðan og það gagnast engum að velta sér neitt frek- ar upp úr því. Í þessari stöðu þarf að taka stefnumótandi ákvarðanir til framtíðar. Margir hafa nefnt ferðamennsku sem vaxtarsprota framtíðar. Þar þarf einnig að taka stefnumótandi ákvarð- anir. Ísland er paradís fyrir göngu- og útivistarfólk. Mér eru minnisstæðar margar stundir í fjallakofum, þar sem útlendingar margir gæða sér á árs- gömlu spaghettíi, slefandi yfir hátíð- armatseðli landans. En það er víst hagkvæmara að ferðast upp á þýska mátann og ekkert kostar að ganga um hálendið. Margar úrtöluraddir hafa heyrst varðandi ráðstefnu- og tónlistarhúsið. Færri hafa bent á mikilvægi þess að vera með góða ráðstefnuaðstöðu fyrir þær fjölmörgu ráðstefnur sem haldn- ar hafa verið hér og munu verða haldnar. Ráðstefnugestir borga yf- irleitt töluverð ráðstefnugjöld, dvelja á hótelum og borða á veitingastöðum. Ekkert innflutt pasta í bakpokanum. Árið 2013 verður Evrópuþing tann- réttingarsérfræðinga haldið í Reykja- vík. Árni Þórðarson, tannréttinga- sérfræðingur, var nýlega kjörinn forseti samtakanna og er það mikill heiður og viðurkenning fyrir okkur í minnsta tannréttinga- félagi í Evrópu. Þrátt fyrir efnahagshrun og efasemdarraddir okkar Íslendinga, var mikill áhugi hjá samtökunum að halda þingið hér á landi og var því ákveðið að slá til. Engin fjár- hagsleg áhætta fylgir því að halda þetta þing; hins vegar þurfum við á mörgum fagaðilum s.s. listamönnum, mat- reiðslumönnum, tæknifólki o.fl. að halda. Svo koma um 2000 ráð- stefnugestir í vikutíma, dvelja á hót- elum, borða á veitingastöðum og eyða gjaldeyri, sem við þurfum svo mikið á að halda. Við verðum að hugsa til framtíðar og styðja ferðamennsku af þessu tagi. Við verðum að styðja ferðamennsku sem skilar okkur sem mestum tekjum með sem minnstum ágangi á okkar viðkvæma land. Til þess þarf góða ráðstefnuaðstöðu og vil ég senda þeim sem stutt hafa áfram- haldandi byggingu ráðstefnu- og tón- listarhússins baráttukveðjur og þakklæti fyrir að þora að horfa fram á veginn. Slíkt er því miður alltof sjaldgæft á Íslandi í dag. Horft fram á við Eftir Kristínu Heimisdóttur Kristín Heimisdóttir » Við verðum að styðja ferðamennsku sem skilar okkur sem mest- um tekjum með sem minnstum ágangi... Höfundur er formaður Tannréttingafélags Íslands. RÁÐAMENN sem og pottamenn átelja harðlega sérfræðinga og stjórnendur Seðla- banka Íslands, fyrir að hafa með ásetningi glutrað niður – tapað eða sólundað – 300 milljörðum króna, í aðdraganda banka- hrunsins. Kveður svo sterkt að þessu að maður gæti slysast til að halda að allar þær hremmingar sem við göngum í gegnum væru á ábyrgð Seðlabanka Íslands. Svo hátt er hrópað að jaðrar við móðursýki. Allt tekið úr samhengi. Aðdraganda málsins sópað undir teppi. Sagan um brunaliðið í smábæ kemur upp í hugann þegar farið er yfir Seðlabanka-málið. Slökkviliðsstjóranum kennt um allt Slökkviliðsstjóri í litlum bæ með þröngan fjárhag lendir í því að ein- hver vinsælasti skemmtistaður bæjarins, Glaumbær, brennur. Hann fer með sína menn á staðinn en hefur aðeins 3.000 lítra af vatni til ráðstöfunar því ekkert vatn er í brunahönum á svæðinu. (Ná- grannasveitarfélagið er sá um skaffa vatn í vatnsveituna, skrúfaði fyrir vatnið vegna vanskila.) Slökkviliðsmennirnir gera allt til að slökkva eldinn. Eldurinn bloss- ar upp og ekkert verður við ráðið, – vatnið þrýtur. Síðar kemur í ljós að veit- ingamennirnir þrír höfðu falið óhemju magn af hreinum vínanda í húsnæðinu. Þegar eldurinn læsti sig í áfengið fuðraði allt upp. Þetta var skýringin á hversu bálið varð umfangsmikið. Krafa um afsögn slökkviliðsstjórans Enn var glóð í rústunum þegar bæjarbúar undir forystu veitinga- mannanna auk nokkurra bæj- arstjórnarmanna kröfðust afsagnar slökkviliðsstjórans. Hann hefði notað allt vatnið við að slökkva eldinn. Hann hefði meira að segja tekið lán til að kaupa vatn og var búinn að setja slökkviliðið á hausinn! Hann hefði aldrei átt að nota vatnið á veit- ingastaðinn! Fólk hópaðist saman berjandi eldhúsáhöld til að undirstrika kröf- una og lýsa vanþóknun sinni á brunaliðinu. Veitingamennirnir höfðu falið eldsmat Slökkviliðið hafði gengið úr skugga um að eldvarnir þessa mjög svo vinsæla skemmtistaðar væru í lagi. Þeir gátu ekki séð að í hús- næðinu væru faldir ólöglega þús- undir lítrar af hreinum vínanda. Voru veitingamennirnir ábyrgir fyrir því? Nei, sögðu veitingamenn- irnir. Slökkviliðið átti að vita þetta og hafa tiltæka í það minnsta 300 þúsund lítra af vatni til ráðstöf- unar. Þá hefði allt bjargast. Þeir hefðu oft bent á háskalega litlar vatnsbirgðir hjá slökkviliðinu! Bæj- arsjóður hafði bara ekki efni á meiri vatnsbirgðum. Fólkið trúði á veitingamennina Bæjaryfirvöld töldu skemmti- staðinn vera heiðvirða stofnun. Í nágrannasveitarfélögum hafði verið skrifað í dagblöð um að Glaumbær væri mjög háskalegt fyrirbæri. Öll- um ábendingum um að allt væri ekki með felldu á veitingastaðnum var vísað frá sem dylgjum og öf- und!! Veitingastaðurinn greiddi háa skatta til bæjarfélagsins og sama gerðu starfsmenn og barþjónar staðarins. Ársreikningar sýndu góðan fjárhag og hlutabréf í veit- ingastaðnum gengu manna í milli á háu verði. Bæjarbúar voru einnig mjög ánægðir með staðinn enda fengu margir þeirra þar hálaunuð störf. Veitingastaðurinn var helsti vinnustaður bæjarins og velti 12 sinnum hærri upphæð en allt sveit- arfélagið! Slökkvistjórinn hafði áður verið bæjarstjóri Það sem háði slökkviliðsstjór- anum var að hann hafði verið bæj- arstjóri þegar veitingastaðurinn blómstraði. Nú varð hann blóra- böggull í tvennum skilningi. Ann- ars vegar fyrir að hafa látið það óátalið að veitingastaðurinn yrði svona umsvifamikill og hins vegar að hafa ekki slökkt eldinn!! Veit- ingamennirnir voru hetjurnar. Bæjarbúar vildu ekki að stað- reyndir eyðilegðu ímynd veitinga- mannanna. Auk þess réðu veit- ingamennirnir yfir um 75% af fjölmiðlum bæjarins. Aðvaranir um glannalega háttsemi þeirra komust hvergi að. Grein skrifuð til varnar Seðlabanka Íslands Stefán Svavarsson endurskoð- andi og fyrrum starfsmaður SÍ skrifar grein í Morgunblaðið 15. október sl. undir yfirskriftinni „Veðlán Seðlabanka“. Greinin upplýsir um málið, reynt er að komast að kjarnanum. Það er nauðsynlegt að blaðamenn fari í gegnum þessa grein og greini. Ef allt er rétt sem fram kemur í grein Stefáns eiga starfsmenn og stjórn- endur Seðlabanka Íslands inni af- sökunarbeiðni frá þjóðinni. Við verðum að fá faglega og ábyrga fjölmiðlun Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta mál þannig að umræður í heitu pottunum verði byggðar á staðreyndum en ekki kjaftasögum frá kaffihúsum borgarinnar. Það verður ekki gert nema með ábyrgri fjölmiðlun sem rannsakar, greinir og kemur upplýsingum þannig á framfæri að allir geti skilið. Eftir Sveinbjörn Egil Björnsson »Kveður svo sterkt að þessu að maður gæti slysast til að halda að allar þær hremmingar sem við göngum í gegn- um væru á ábyrgð Seðlabanka Íslands. Sveinbjörn Egill Björnsson Höfundur er f.v. framkvæmdastjóri. 300 milljarðar úr heita pottinum UNGUR fændi minn hefur verið numinn á brott af barnavernd- aryfirvöldum, þar sem „fagaðili“ hefur farið offari í skjóli barna- verndarlaga, þar sem lagakrókur er misnot- aður. Réttur barnsins er þarna að engu hafð- ur þar sem öll ákvæði barnalaga eru fótum troðin og „Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins“ frá 1992, er brotinn í öll- um liðum. Hér kann samborgarinn að spyrja: Hvað með úrræði Um- boðsmanns barna? Þá er því til að svara að löggjafinn hefur séð svo um að því ágæta embætti er óheimilt að hafa afskipti af máli barns. Hvergi er í lögum að finna úrræði sem er fljótvirkt til varnar barni, þegar svo ber undir að barn er brott numið af lögníðingum barna. Í máli þessu er lygin réttur valdsins en saklaust barnið þolandi þar sem barnið er réttlaust gert, hefur máttlitla tals- menn gagnvart valdsins misbeitingu og í reynd virðist sem barn sé nú ekki talið vera „maður“. Þarna leyfa lögin að barni sé misþyrmt og það marggrætt, vegið að reisn móður og ömmu auk þess sem eldri bróðir er skotinn hjartasárum sem líkur eru á að aldrei grói og enginn fær séð hverjar afleiðingar verða til lengri tíma fyrir níu ára gamlan frænda minn sem nú berst hetjulega fyrir að eiga sína foreldra, ömmu, afa og vini. Hér er ljót saga af lögníðingum barna að endurtaka sig. Höf- undur var sjálfur barn, haustið 1965, sem slapp ásamt eldri bróður við að verða skilinn frá elskandi móður þegar systir og yngri bróðir voru af valdinu numin á brott. Og á þeim tíma og allt fram á síðasta ár var því trúað að orð Barnavernd- arnefndar væru sönn um það, að okkar góða móðir hefði misst for- ræði yfir börnunum sínum tveim. En í ljós hefur komið að lögníðingar barna lugu, því enginn er til dóm- urinn. Aðferðir lögníðinga sjást víð- ar og skal nú vikið að „Vistheim- ilanefnd“ (lög nr. 26/2007), sem sett var til að leita sannleikans (þ.e. val- ins sannleika) um ofbeldisverk á heimilum barnaverndar á árum áð- ur. Áfangaskýrsla nr.1, unnin af vist- heimilanefnd, er yfirklór hvað varð- ar vistheimilið að Kumbaravogi í öll- um atriðum og svíður sárt að sjá þar sagt að „meiri líkur en minni séu til að þar hafi átt sér stað kynferð- isafbrot“ og er þá allt sagt. Þarna er sannleikurinn að nokkur börn voru af barnaníðingi beitt kynferðislegu ofbeldi og hóf barnaníðingurinn tál sitt til níðingsverka í því rými þar sem fundir barnaverndarnefndar Stokkseyrar voru haldnir, en for- stöðumaðurinn var formaður barna- verndarnefndarinnar. Með verkum barnaníðingsins voru sum börnin í raun aflífuð og áttu enga möguleika til að fylgja farvegi eðlilegs lífs, enda Kumbaravogslandið afgirt og öllum áföllum var haldið innan girðingar í skjóli „barnaverndar“! Sagan endurtekur sig og valdið þvær sig nú sem fyrr og ekki spyrja lögníðingar barna að leikslokum. Þeim leyfist að skemma orðstír fjölda fólks sem vel vinnur að mál- efnum barna og aðstandenda þeirra. Orðið „barnavernd“ má ekki hljóta neikvæða merkingu vegna vits- munaskerðingar einstaka starfs- manna barnaverndarnefnda. Hér vil ég að lokum kalla eftir stuðningi til handa níu ára gömlum baráttujaxli, þrettán ára gömlum of- urbróður, foreldrum þeirra, ömmu, öfum og öllum vinum. Hafið samband á netfang systur minnar, Ernu: ernaagnars- @internet.is Lögníðingar barna Eftir Ragnar Kristján Agnarsson » Sagan endurtekur sig og valdið þvær sig nú sem fyrr... Ragnar Kristján Agnarsson Höfundur er stýrimaður. STEFNUMÓT við íbúa Reykjanesbæjar með íbúafundum bæj- arstjóra hafa verið ár- legir viðburðir sl. sjö ár í fimm hverfum bæjarins. Sjötta hverfið bættist við í fyrra við brotthvarf varnarliðsins. Formið hefur þróast og auk íbúafunda í hverfum, fjölskylduþinga og framkvæmdaþinga eru haldnir fund- ir með nemendum í Fjölbrautaskól- anum og í fimm grunnskólum . Fyrir sex árum síðan gekk ég inn í bekk yngstu nemenda í Holtaskóla í Reykjanesbæ. Þeim þótti víst flest- um nokkuð merkilegt að hitta „bæj- arstjóra“, líklega af því að það er sögupersóna úr Latabæ! Ég ræddi við þau í nokkrum orðum um umferð- aröryggismál. Þau kvöddu mig með lófataki og virktum. Þegar ég var í þann veginn að yfirgefa kennslustof- una heyrðist í einum nemanda aft- arlega í salnum: „En hver er þetta?“ Hann hafði líklega séð mun á mér og Latabæjarstjóranum. Þá sneri sér annar ungur nemandi að þeim sem spurði og sagði í hneykslunartón – „Veistu það ekki maður?…Þetta er presturinn okkar!“ Í sama skóla nú fyrir nokkrum vik- um átti ég aftur stærri fund með öll- um yngri nemendum. Ég ræddi m.a. við þau um hlutverk Reykjanesbæjar og hafði á orði að nú væri mikilvægt að við útveguðum öðru fólki vinnu því margir fengju ekki vinnu í krepp- unni. Síðan hófst ábendinga- og fyr- irspurnatími. Hver nemandinn af öðrum stóð upp, talaði í hljóðnemann og gerði grein fyrir hugmyndum sín- um. Þau voru virkir þátttakendur á íbúafundi. Eftir að einn nemandi hafði lagt fram ósk um hoppukastala upphófst talning næstu nemenda á sínum óskalistum: „Ég vil líka hoppu- kastala, ég vil stærri rennibraut í sundlaugina, það vantar ljós á gang- brautina, ég vil að Ljósanótt sé allt- af…“ Þá kom að ungum 6 ára nema, sem hafði beðið um orðið. Hann tók hljóðnemann, þagði hugsi um stund og sagði svo með stolti og alvöru „Pabbi minn… vinnur við… að búa til vinnu fyrir aðra.“ Í öllum grunnskól- unum komu fram vandaðar, alvarlegar, skemmtilegar og æv- intýralegar ábendingar nemenda um stórt og smátt. Allt verkefni sem munu fá nánari skoðun. En ungi drengurinn sem benti á að pabbi hans ynni við að útvega öðru fólki vinnu – minnti okkur á að jafn- vel innan um heilbrigða drauma um hoppukastala og rennibrautir nefna 6 ára börn mikilvægi þess að það þarf að vera vinna fyrir pabba og mömmu. Þau eru stolt af því að verið sé að skapa atvinnu. Það er einmitt það sem við erum að berjast fyrir í Reykjanesbæ. Á Suð- urnesjum eru 1600 manns atvinnu- lausir. Við brotthvarf Varnarliðsins hurfu 900 störf. Undanfarin ár höfum við lagt mikla vinnu í undirbúning verkefna sem geta skapað ný og vel launuð störf. Mörg þeirra geta hafist um næstu áramót: Álver, gagnaver, heilsuver, flugver, tónlistarver, menntaver og sængurver (í formi ferðaþjónustu). Við biðjum ríkisstjórnina aðeins um eitt: Standið með okkur við að út- vega fólki atvinnu! Ég vil hoppukastala! Eftir Árna Sigfússon Árni Sigfússon » Innan um heilbrigða drauma um hoppu- kastala og rennibrautir nefna 6 ára börn mik- ilvægi þess að verið sé að skapa vinnu fyrir pabba og mömmu. Höfundur er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.