Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16
og sunnud. 14–16
Erum að taka á móti verkum
á næsta listmunauppboð
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
EFNAHAGSRÁÐGJAFI rík-
isstjórnarinnar gagnrýnir stjórnvöld
harðlega fyrir seinagang við end-
urreisn efnahagsins. Hann segir
aðrar þjóðir ekki hafa verið jafn
lengi að bregðast við. Seinagang-
urinn valdi miklum kostnaðarauka,
en kostnaður vegna kreppunnar
gæti numið 85% af vergri landsfram-
leiðslu.
„Svo virðist sem endurreisn efna-
hagslífisins sé ekki í forgrunni hjá
stjórnvöldum þessa dagana. Skortur
á pólitískri ákvörðunartöku er það
sem helst stendur í vegi fyrir end-
urreisn íslensks efnahags,“ sagði
Mats Josefsson á ráðstefnu á vegum
Capacent Glacier sem haldin var á
Grand Hotel í gær.
Samhæfingu skortir
Mats telur slæmt að endurreisn
bankakerfisins sé gerð að pólitísku
bitbeini, þar sem kapp sé lagt á að
finna sökudólga. Þá gagnrýnir hann
stjórnvöld fyrir skort á samhæfingu.
„Meginveikleikinn í endurreisninni
er að engin stofnun ber endanlega
ábyrgð á ákvarðanatökum,“ sagði
Mats.
Ein stofnun þurfi að hafa yfirum-
sjón með viðreisninni og bera skýra
ábyrgð, frekar en að málum sé kast-
að á milli ráðuneyta eins og hingað
til hafi verið raunin.
Þá segir Mats stjórnvöld þurfa að
standa sig betur í upplýsingagjöf,
meðal annars svo almenningur sé
meðvitaður um hver kostnaður end-
urreisnarinnar verði. Til þess þyrfti
einnig að tryggja að tiltekin stofnun
hefði yfirumsjón með og bæri
ábyrgð á að koma réttum upplýs-
ingum á framfæri.
Loks gagnrýndi Mats seinagang
við stofnun og starfsemi svokallaðs
eignaumsýslufélags ríkisins. Alþingi
samþykkti lög um eignaumsýslu-
félagið í júlí, meðal annars að tillögu
Mats, en tilgangur félagsins er taka
þátt í endurskipulagningu mjög
skuldsettra fyrirtækja svo ekki þurfi
að verða stöðvun á rekstri þeirra.
Mats sagði að ef til félagsins hefði
verið stofnað fyrr hefði gengið mun
betur að reisa við efnahag þjóð-
arinnar. Þá sagði hann æskilegt að
„halda stjórnmálamönnum frá félag-
inu“, en í meðförum þingsins var
frumvarpinu meðal annars breytt í
þá átt að eftirlit þingsins með félag-
inu var aukið.
Eitt og annað jákvætt má þó segja
um aðgerðir stjórnvalda að und-
anförnu, segir Mats. Sem dæmi sé
ánægjulegt að svo virðist sem nið-
urstaða í Icesave-málinu sé í sjón-
máli. Það hafi dregist of mikið á
langinn og grafið enn meira undan
tiltrú erlendis á íslenskan efnahag.
Dýrari en aðrar kreppur
Mats hóf erindi sitt með þeim orð-
um að öfugt við þann hrylling sem
drápstól valda, verði skemmd-
arverkum þeim sem verða af völdum
bankamanna ekki lýst með orðum.
Sagði hann að jafnvel mætti búast
við því að kostnaður íslensks þjóð-
arbús vegna kreppu sem stafaði af
gjörðum örfárra bankamanna næmi
um 85% af vergri landsframleiðslu.
Það væri töluvert meira en í öðrum
löndum.
Margir hafa spurt sig hvers vegna
enginn hafi séð harmleikinn fyrir og
ekki hafi tekist að afstýra honum. Í
því samhengi verður að hafa í huga
að fjölmargir högnuðust á vexti fjár-
málakerfisins og hækkun hluta-
bréfaverðs, segir Mats.
„Því er erfitt að sjá hvernig Ís-
lendingar hefðu getað stöðvað þró-
unina. Hið alþjóðlega fjármála-
samfélag hefði hins vegar átt að sjá
áhættuna fyrir og hætta að lána ís-
lenskum fyrirtækjum.“
Endurreisn gengið hægt
Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang og
skort á samhæfingu Kostnaður vegna kreppunnar gæti numið 85% af VLF
„Það getur verið erfitt að eiga við vinstri-græn stjórn-
völd, sem vilja af hugmyndafræðilegum ástæðum ekki
að erlendir aðilar fjárfesti í auðlindum landsins,“ sagði
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, í erindi á ráðstefnu
Capacent Glacier í gær.
Aðspurður sagði Beaty að það fyrsta sem hann myndi
gera sem íslenskur ráðherra, væri að bæta viðmótið
gagnvart erlendum fjárfestum. Honum fannst fyrir-
tækið fá heldur neikvæða umfjöllun í sumar vegna þátt-
töku sinnar í íslenskum jarðvarmaiðnaði, og tók fram að
fyrirtækið myndi ekki starfa í landinu í óþökk þjóð-
arinnar.
Í erindi sínu fór Beaty yfir ástæður þess að Magma ákvað að fjárfesta í
HS orku, og rakti sögu fjárfestingarinnar. Hann sagði að litið væri á fjár-
festingar hér á landi sem langtímaverkefni og að áhersla væri lögð á að
búa til fyrirtæki sem væri stórt á heimsmælikvarða. Ekki væri rétt að
Magma væri komið hingað til Íslands til að stela auðlindum landsins, eins
og hefði mátt skilja af viðbrögðum ráðherra í sumar. Raunar þætti mörg-
um verðið sem fyrirtækið greiddi fyrir afnot af auðlindum landsins und-
arlega hátt.
„Það besta við Ísland er frábær mannauður,“ sagði Beaty. Hann sagðist
ekki vera í vafa um að Ísland kæmist út úr þeirri efnahagslægð sem geng-
ur yfir þjóðina, og að Magma vildi taka þátt í uppbyggingunni með því að
koma með fjármagn til landsins.
Bæti viðmótið gagnvart fjárfestum
Ross Beaty
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Gagnrýninn Mats Josefson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir endurreisnina ekki hafa tekið jafn langan tíma í öðrum löndum og fyrri kreppum.
UNDIRBÚNINGI vegna útboða á
ýmsum framkvæmdum í sam-
göngumálum verður haldið áfram
þrátt fyrir efnahagsástand, en rík-
isstjórnin samþykkti tillögu sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
þess efnis í gær.
Meðal þeirra framkvæmda sem
eru í pípunum eru nokkrar sem til
stendur að lífeyrissjóðirnir láni til,
en viðræður standa ennþá yfir við
fulltrúa lífeyrissjóðanna um hugs-
anlega þátttöku þeirra.
Meðal verkefna sem stefnt er að
má nefna breikkun hluta Suður-
landsvegar, á 6,5 km kafla austan
við Litlu Kaffistofuna. Gerð út-
boðsgagna vegna verksins er langt
komin að sögn samgöngu-
ráðuneytisins og er miðað við að
það verði hefðbundin ríkisfram-
kvæmd en mögulegt er að síðari
áfangar verði boðnir út í einka-
framkvæmd og er það eitt þeirra
verkefna sem rætt hefur verið um
að lífeyrissjóðirnir komi að.
Vaðlaheiðargöng eru önnur
framkvæmd sem til greina kemur
að lífeyrissjóðirnir láni til. Skipu-
lagsvinnu ganganna er lokið og
mat á umhverfisáhrifum óþarft.
Miðað er við að verkið skuli fjár-
magnað með veggjöldum. Önnur
verkefni sem stefnt er að því að
verði boðin út á næstunni eru þrjú
verkefni sem tengjast þjónustu og
rekstri Landeyjahafnar og er ráð-
gert að um næstu mánaðamót
verði bygging þjónustuhúss boðin
út. Á sama tíma er einnig ráðgert
að bjóða út dýpkun hafnar og inn-
siglingar.
Þá hefur lengi staðið til að reisa
samgöngumiðstöð við Reykjavík-
urflugvöll og er það enn í kort-
unum. Viðræður standa enn við
borgarstjórn um málið en vonast
er til að framkvæmdir geti hafist
snemma á næsta ári.
Bæði samgöngumiðstöðin í
Reykjavík og fyrirhuguð stækkun
flugstöðvarinnar á Akureyri verða
fjármagnaðar með þjónustu- og
leigugjöldum ef af verður.
Samgönguframkvæmdir
verða boðnar út á næstunni
Morgunblaðið/ÞÖK
Samgöngumiðstöð Er fyrirhuguð.
BOÐAÐ hefur
verið til stofn-
fundar Fram-
takssjóðs Íslands
þann 24. nóv-
ember, en það
eru lífeyrissjóðir í
landinu sem að
sjóðnum standa.
Þetta kom fram í
máli Hrafns
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Landssamtaka lífeyrissjóða, á ráð-
stefnu Capacent Glacier í gær.
Hlutverk sjóðsins er að taka þátt í
endurreisn íslensks atvinnulífs,
einkum með fjárestingum í íslensk-
um fyrirtækjum sem lent hafa í fjár-
hagserfiðleikum en eiga sér væn-
legan rekstrargrundvöll.
Í máli sínu fór Hrafn yfir þær
fjárfestingar sem mögulega standa
til hjá lífeyrissjóðunum. Fram kom
að tuttugu lífeyrissjóðir hafa lýst yf-
ir áhuga á að koma að fjármögnun
nýbyggingar Landspítalans. Þá hafa
fulltrúar lífeyrissjóðanna átt í við-
ræðum við forráðamenn Landsvirkj-
unar um hugsanlega aðkomu að fjár-
mögnun Búðarhálsvirkjunar.
„Framhald málsins ræðst af því hve-
nær Landsvirkjun gengur frá lang-
tíma raforkusamningi vegna orku
frá Búðarhálsvirkjun,“ sagði Hrafn.
Fjármögnun samgöngu-
miðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll
hefur einnig verið rædd, en Hrafn
sagði málið virðast „enn og aftur
stranda á lóðarmálum milli ríkis og
borgar“. hlynurorri@mbl.is
Stofna
Fram-
takssjóð
Bjóða fram fé
Hrafn Magnússon
BANNAÐ verð-
ur að henda rusli
úr ökutæki á ferð
og leyft verður
að reiða á til þess
búnum reið-
hjólum sam-
kvæmt drögum
að frumvarpi til
nýrra umferðar-
laga. Fallið hefur verið frá ákvæði
um hámarksfjölda farþega í bílum
ungra ökumanna um helgar. Drögin
eru nú lögð fram í annað sinn.
Frumvarpsdrögin eru fjölþætt og
m.a. lagt til að ef hjólastígur og
göngustígur liggi samhliða verði
einungis leyft að hjóla á hjólastígn-
um.
Bannað að
henda rusli