Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 Sigurður Ingólfsson á hagmæltanhund og skrifar: „Elvis laumaði þessu að mér, en hann er svolítið hljóðblindur í ofanálag við að vera stundum talblindur: Hann Villi á vænlega hillu og varlega raðar með stillu En Villa hans, frúin er bráðræði búin því biðst hann oft forláts á Villu. Hann biðst fyrirfram afsökunar á svona vondri limru. Hann hefur sér þó til afsökunar limru sem hann heyrði einu sinni og er svona: Hún Stína frá Stóruvöllum í stökkræl var fimust af öllum enda sagði hún það oft er hún sveif upp í loft: „Mikið býsn hef ég gaman af böllum.“ Svona hljóðblinda getur verið af- skaplega hvimleið.“ Páll Imsland yrkir limru til að létta skapið: Mig langar í kræklótta kleinu, kvað skáldið með nefljóta skeinu. En til hvers er tíminn? Tuðar fílósóf kíminn. Til að hindra’ að allt gerist í einu? Fía á Sandi setti slaufu á limru Páls: Eitt augnablik komst hann í kleinu og kyngd’enni ekki með neinu. Hún var auðvitað góð svo í honum stóð og allt gerðist þetta í einu. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af hundi og hagmælsku Bónus Gildir 12. - 15. nóvember verð nú áður mælie. verð E.s sykur, 1 kg ........................ 169 175 169 kr. kg E.s hveiti, 1 kg........................ 89 93 89 kr. kg E.s. hunang, 450 g ................. 398 459 884 kr. kg Í.s. frosin kalkúnabringa ...........1.998 2.598 1.998 kr. kg Í.l, kryddað lambalæri ..............1.298 1.398 1.298 kr. kg Steiktur heill kjúkl., 1,250 g..... 698 898 558 kr. kg Trópí, 1 ltr............................... 198 249 198 kr. ltr Bónus ís, 2 ltr ......................... 298 398 149 kr. ltr Bónus fetaostur, 250 g............ 259 298 1.036 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 12. - 14. nóvember verð nú áður mælie. verð Nauta innralæri úr kjötborði ..... 2.395 2.995 2.395 kr. kg Lambalærisneiðar úr kjötborði .. 1.498 1.798 1.498 kr. kg Hamborgarar, 4x80 g............... 456 548 456 kr. pk. Móa ferskar kjúklingabringur .... 2249 2998 2249 kr. kg Móa ferskur kjúklingur, 1/1...... 694 1.068 694 kr. kg FK reykt folaldakjöt.................. 589 917 589 kr. kg FK saltað folaldakjöt................ 589 917 589 kr. kg FK Bayonne skinka .................. 940 1.175 940 kr. kg Ali Pork Rost steik ................... 1.199 1.998 1.199 kr. kg Hagkaup Gildir 12. - 15. nóvember verð nú áður mælie. verð Holta ferskir vængir ................. 363 559 363 kr. kg Ferskar kjúklingabringur ........... 1.854 2.898 1854 kr. kg Ferskir kalkúnastrimlar ............. 699 998 699 kr. kg Ísfugl, kalkúnaborg., 10 stk. ..... 799 799 kr. pk. Nautaats borgarar ................... 499 499 kr. pk. Nautaats piparsteik ................. 1.949 2.998 1.949 kr. kg Nautaats file ........................... 2.209 3.398 2.209 kr. kg Nautaats hakk ........................ 899 899 kr. kg Cajp. lambalundir.................... 3.415 4.878 3.415 kr. kg Krónan Gildir 12. - 15. nóvember verð nú áður mælie. verð Folaldahakk ............................ 359 359 359 kr. kg Folaldalundir........................... 2.498 3.389 2.498 kr. kg Folaldafille.............................. 1.898 2.959 1.898 kr. kg Folalda piparsteik.................... 1.598 2.698 1.598 kr. kg Folaldagúllas .......................... 1.398 1.798 1.398 kr. kg Folaldasnitsel ......................... 1.498 1.998 1.498 kr. kg Grísabógur frosinn ................... 359 359 359 kr. kg Grísahryggur með pöru............. 839 1.198 839 kr. kg Krónu hamborgarhryggur .......... 898 1.498 898 kr. kg Nóatún Gildir 12. - 15. nóvember verð nú áður mælie. verð Lambafille með fiturönd ........... 2.798 3498 2.798 kr. kg Lambafille kr. að eigin vali ....... 2.798 3498 2.798 kr. kg Ungnautaborgari, 90 g............. 99 159 99 kr. stk. Ungnautafille .......................... 2.898 3.898 2.898 kr. kg Grísasteik að hætti Dana ......... 999 1.998 999 kr. kg Ísl. m. kjúklingur heill .............. 589 989 589 kr. kg SS grand orange helgarsteik .... 1.798 2.248 1.798 kr. kg Lambainnralæri ....................... 2.698 3.398 2.698 kr. kg Súrdeigs körfubrauð ................ 299 369 299 kr. stk. Helgartilboð Lamb og grís Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is H ér var heilmikil gleði í gær í tilefni af þjóðhátíð okkar Grímseyinga. Poppmessa, veisla og ball. Veðrið var með fallegasta móti, sól og and- vari, en það kemur ekki oft fyrir á þessum degi,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, Grímseyingur, kvenfélagskona og versl- unarrekandi. „Í áratugi hafa Grímseyingar haldið mikla hátíð ellefta nóvember, en dr. Daníel Willard Fiske var fæddur þennan dag. Fiske var mikill velgjörðarmaður Grímseyjar. Um aldamótin 1900 gaf þessi bandaríski maður Grímsey mjög stóra pen- ingagjöf sem samsvaraði 25 milljónum árið 2000. Þetta voru því miklir peningar fyrir fá- tækt fólkið sem þá bjó hér í eyjunni.“ Taflmenn og taflborð á hvert heimili Fyrir peningana sem Fiske gaf byggðu Grímseyingar skólahús og einnig voru keypt kol til að hita upp heimilin. „Fiske gaf líka stóra bókagjöf til Grímseyjar, um tvö hundr- uð bækur, sem hafa orðið mjög verðmætar með árunum. Hann lét líka smíða veglega skápa utan um bækurnar. Það merkilega er að Fiske hafði aldrei komið út í Grímsey, hann hafði aðeins siglt framhjá og séð eyj- una frá hafi og spurst fyrir um hana. Hann var svo heillaður af því að hér byggi fólk sem auk þess væri mikið skákfólk, að hann sendi á hvert heimili í Grímsey taflmenn og tafl- borð, en sjálfur var hann mikill skákmaður.“ Presturinn lék fyrir dansi á ballinu Að sögn Önnu Maríu hófst þjóðhátíðin í gær á poppmessu í kirkjunni en strax á eftir voru almenn veisluhöld og skemmtun í fé- lagsheimilinu. „Presturinn okkar, hann Magnús Gunnarsson frá Dalvík, og meðlimir hljómsveitarinnar Krossbandsins höfðu veg og vanda af léttri poppmessunni en veislan var í boði kvenfélagsins Baugs eins og venja er. Allar konurnar í eyjunni sáu um að baka og gera salinn kláran. Þær buðu upp á heitt súkkulaði með rjóma, kaffi og allskonar góð- gæti. Það er hefð fyrir því að grunn- skólabörnin séu með skemmtiatriði og þau ellefu börn sem nú eru í grunnskólanum hérna sýndu leikrit. Í gærkvöldi var svo slegið upp balli með hljómsveitinni Kross- bandinu en hana skipa þau Snorri organisti, Finnur Finnsson, Ragnheiður Júlíusdóttir og presturinn okkar hann Magnús sem er jafnvígur á nokkur hljóðfæri, hann spilar meðal annars á harmonikku og orgel, hann er eiginlega fjöllistamaður. Þau voru ekki í vandræðum með að halda uppi stuðinu en ballið var fyrir 16 ára og eldri,“ segir Anna María og bætir við að heimamenn kalli dag- inn yfirleitt Fiske-afmæli. Hún hefur búið úti í Grímsey undanfarin 19 ár og kann því vel að vera hluti af litlu samfélagi. Auk þess að reka verslunina Búðina sér hún um af- greiðslu fyrir ferjuna og er mikil kvenfélags- kona og er fyrrverandi formaður Baugs. Poppmessa og ball á þjóðhátíð Grímseyjar Grímseyingar hafa í áratugi haldið upp á fæðingardag vel- gjörðarmanns síns, dr. Fiske. Hann var Bandaríkjamaður og heillaðist af Grímsey án þess að hafa nokkurn tíma komið út í eyjuna. Kátar Þær Kenný og Áslaug kunna að skemmta sér, en þau ellefu börn sem eru í grunn- skóla Grímseyjar eru ævinlega með skemmtiatriði á þjóðhátíðinni. Grímsey er útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Fræg- ust er Grímsey trúlega í huga ferða- manna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug. Sagan segir að eitt sinn hafi heimskautsbaug- urinn legið um mitt hjónarúm oddvitans á Básum. Eyjan er 5,3 km2 að stærð. Hæst er hún 105 metrar og fjarlægð frá „Íslandi“ er 41 km. Mannlífið er kröftugt og bjart. Grímseyingar eru miklir gleði- menn sem vinna og skemmta sér af al- hug. Einn besti íslenski saltfiskurinn er unninn í Grímsey. (af www.grimsey.is) Græn og grösug eyja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.