Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 ÞAÐ fór vel á með þeim Össuri Skarphéðinssyni og Þorsteini Pálssyni þegar samninganefnd Ís- lands í væntanlegum aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið kom saman á sínum fyrsta fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Í nefndinni sitja 19 manns en Stefán Haukur Jóhannesson sendi- herra er formaður hennar. Gera má ráð fyrir að fundir verði tíðir þegar formlegar aðildar- viðræður hefjast á næstu vikum eða mánuðum. Morgunblaðið/Ómar SAMNINGANEFND ÍSLANDS STILLIR SAMAN STRENGI FÍKNIEFNI fundust við húsleit í íbúð í Reykjavík síðdegis á mánu- dag. Um var að ræða amfetamín, hass, marijúana, e-töflur og stera. Á sama stað var einnig lagt hald á töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu til- komnir vegna fíkniefnasölu. Í íbúðinni var einnig að finna loftskammbyssu, sveðju og hnífa og var það tekið í vörslu lög- reglu. Fleiri munir, sem taldir eru vera þýfi, voru haldlagðir. Tveir karlar um þrítugt voru handteknir í tengslum við rann- sókn málsins. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðina, sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, naut lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu aðstoðar sér- sveitar ríkislögreglustjóra. Fundu fíkniefni, skammbyssu, sveðju og hnífa Safn Vopn í vörslu lögreglunnar. TÆPLEGA 700 manns rituðu nöfn sín á undirskriftalista til að mót- mæla niðurskurði til Heilbrigð- isstofnunar Blönduóss (HSB). Heil- brigðisráðherra tók á móti hópnum sem stóð fyrir söfnun undirskrift- anna í gær og lofaði að athuga mál- ið „en sagðist þó ekki telja að mest væri skorið niður hjá HSB, né að ósamræmi væri í kröfum ráðuneyt- isins um niðurskurð til heilbrigð- isstofnana“, segir í yfirlýsingu frá undirskriftahópnum. „Ljóst þykir að meira þarf til en söfnun undirskrifta til að mótmæla niðurskurði og að ekki er hægt að láta staðar numið hér. Betur má ef duga skal,“ segir þar. Stofnuninni var gert að skera niður um 56 milljónir og segja að- standandendur undirskriftasöfn- unarinnar að það sé meira en öðr- um sé gert að spara. Mikil óánægja er með þennan niðurskurð meðal starfsmanna og íbúa og halda þeir sem að undir- skriftasöfnuninni stóðu því fram að ef af þessu verði megi búast við mikilli skerðingu á þjónustu og að til uppsagna starfsmanna komi. Mótmæltu niður- skurði til HSB ENN var hart deilt á Alþingi í gær og Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði að málflutningur stjórn- arandstæðinga um skattamál væri „lýðskrum af verstu sort“ í ljósi þess að stjórnarflokk- arnir væru „í miðri hreingerningu“ eftir valdaskeið Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Vanvirðing við þjóðina Hróp og frammíköll heyrðust í þingsalnum meðan umræða um störf þingsins stóð yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði alla landsmenn spyrja um útfærslu skattastefnunnar og því vanvirðing við þjóðina að tala eins og þing- menn ríkisstjórnarflokkanna hefðu gert. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að stjórnarflokkarnir gætu engum spurningum svarað um skattana. Vísaði hún til ummæla hagfræðings sem hefði kallað hugmyndirnar um þriggja þrepa tekjuskatt veiðileyfi á launþega með 300-500 þúsund króna mánaðarlaun. Eitruð blanda skuldsetningar og skatta Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, gagn- rýndi sjálfstæðismenn fyrir að hækka ekki persónuafsláttinn á sínum tíma. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, sagði að „eitruð blanda gífurlegrar skuldsetningar ríkisins og ofurskatta“ hefði alltaf leitt til landflótta, hvar sem hún hefði verið reynd. „Við hljótum því að hafa áhyggjur af því í hvað stefnir á Íslandi,“ sagði Sigmundur Davíð. kjon@mbl.is Sakaði andstöðuna um lýðskrum  Guðlaugur Þór sagði landsmenn spyrja um útfærslu skattastefnunnar  Hróp og frammíköll í þingsal á meðan umræða um störf þingsins stóð yfir Morgunblaðið/Heiddi Bros Fjórar þingkonur leyfðu sér að hlæja í gær, þrátt fyrir alvöru málsins. Fremst er Birgitta Jónsdóttir en aftar, talið f. v., eru Þuríður Backman, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir og Anna Pála Sverrisdóttir. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfing- arinnar, kvartaði í gær yfir neftóbaksnotkun þingmanna og ráðherra í þingsalnum. Reyk- ingar væru bannaðar í öllu húsnæði þingsins og einnig neysla matar og drykkjar, nema vatns, í salnum. „Sumum tekst að gera þetta án þess að mikið beri á en aðrir eru hreinlega subbuleg- ir og veifa vasaklútum með brúnum hor- klessum um þingsalinn og það á tímum svínaflensu,“ sagði Margrét. Þá dreifðust tóbakskorn um borð þingmanna og heyrst hafi að þau hafi valdið bilun á kosninga- hnöppum sem virki þá ekki alltaf sem skyldi. „Hreinlega subbulegir“ ÞORBJÖRG Guðrún Pálsdóttir, mynd- höggvari og húsmóðir, lést í Reykjavík mið- vikudaginn 11. nóv- ember. Hún fæddist 10. febrúar 1919 í Reykjavík, dóttir Páls Ólafssonar, ræð- ismanns og útgerð- armanns, og Hildar Stefánsdóttur hús- freyju. Hún giftist 6. ágúst 1942 Andrési Ás- mundssyni lækni, fæddur 30. júní 1916, dáinn 30. október 2006. Þau eignuðust fimm börn og tvö kjörbörn, barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin eru 4. Þorbjörg stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands og í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Stund- aði nám við Berggrens Målarskola og við Konstfack í Stokkhólmi. Eftir heimkomu frá Svíþjóð 1961 stundaði hún nám hjá Ásmundi Sveinssyni, Sigurjóni Ólafssyni og Jóhanni Eyfells. Þorbjörg stofnaði Myndhöggvarafélagið í Reykjavík árið 1972 ásamt nokkrum mynd- höggvurum og árið 1997 var hún gerð að heiðursfélaga þess. Þorbjörg tók virkan þátt í útisýningum myndlistarmanna á Skólavörðuholti í mörg ár og þar var verkið Dansleikur fyrst sýnt árið 1970. Það hefur síðan verið steypt í brons og sett upp við Perluna. Þor- björg hefur haldið nokkrar einka- sýningar á verkum sínum sem og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Verk eftir Þor- björgu eru í eigu ýmissa aðila, þ.á m. Listasafns Íslands og Lista- safns Reykjavíkur. Fyrir framlag sitt til myndlistar hlaut Þorbjörg starfslaun myndlistarmanna. Andlát Þorbjörg Guðrún Pálsdóttir LITLAR breytingar hafa orðið á kennslu í skólum er varðar net- öryggi síðustu ár. Tæplega 13% ís- lenskra barna og unglinga segjast hafa fengið reglulega kennslu í skólum um notkun netsins, rúm 44% segjast nokkrum sinnum hafa fengið kennslu um notkun netsins í skólanum en 26,5% segjast hafa fengið mjög litla kennslu um notk- un netsins í skólanum. Eitt af stærstu viðfangsefnum SAFT verkefnisins er að kortleggja notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum. Árið 2003 og 2007 voru gerðar yfirgrips- miklar kannanir á netnotkun ís- lenskra barna og unglinga á aldr- inum 9 til 16 ára. Sambærileg könnun var gerð aftur nú fyrri hluta ársins 2009 í samstarfi Heim- ilis og skóla, Capacent Gallup og Lýðheilsustöðvar. Megináherslan var áfram á net- notkun barna og unglinga á aldr- inum 9 til 16 ára, að viðbættum sér- stökum köflum um farsíma- og tölvuleikjanotkun. Líkt og áður voru lagðar spurningar fyrir bæði börn og foreldra. Hluti spurninga í könnuninni lýtur að kennslu í notk- un netsins í skólum og upplýs- ingagjöf til barna um örugga net- notkun. Hlutfall þeirra sem hafa ekki fengið kennslu í notkun netsins í skólum hefur hins vegar lækkað um fimm prósentustig frá árinu 2007 sem er mjög jákvætt, segir í frétta- tilkynningu. Nánar um verkefnið á www.saft.is. Litlar breytingar í kennslu á netöryggi Í HNOTSKURN »SAFT, Samfélag, fjöl-skylda og tækni, er vakn- ingarátak um örugga og já- kvæða netnotkun barna og unglinga á Íslandi. »Verkefnið er unnið innanaðgerðaáætlunar ESB og er SAFT í nánu samstarfi við önnur lönd í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.