Saga - 1973, Page 7
Ólafur Oddsson:
Norðurreið Skagfirðinga vorið 1849
Ritgerð þessi var upphaflega samin á fyrstu háskólaárum mínum
undir leiðsögn Þórhalls Vilmundarsonar prófessors. Ýmsir aðrir menn
bentu mér einnig á heimildir, einkum Aðalgeir Kristjánsson skjala-
vörður. Björn Teitsson sagnfræðingur las ritgerðina yfir s. 1. vor og
óskaði því næst eftir því, að hún birtist í þessu tímariti. Birtist hún
þvi hér, en endurskoðuð og allmjög breytt. — Þegar heimildir eða um-
sagnir manna um Norðurreið Skagfirðinga eru athugaðar, kemur 5 ljós,
hversu ólíkar þær eru. Það á ekki einungis við um siðferðilegt rétt-
mæti hennar, heldur einnig ýmis önnur atriði, t. d. fjölda Norður-
reiðarmanna. Þetta á rætur að rekja til þess, að flestir, sem um
Norðurreið fjalla, gera það í ákveðnum tilgangi, þ. e. til að halda
fram hlut Gríms amtmanns eða Norðurreiðarmanna. Tilgangur þessarar
ritgerðar er aðeins sá að segja frá Norðurreið, orsökum hennar og að-
draganda, eftirmálum og viðhorfum til hennar fyrr og nú. Hins vegar
legg ég engan dóm á þennan atburð.
I. Umbrotatímar.
Árið 1848 var eitt mesta umróts- og byltingaár í sögu
Evrópu. Febrúarbyltingin og óróinn í álfunni höfðu mikil
áhrif á menn á Islandi, og hér lásu menn með áfergju
lýsingar tímarita á þróun mála erlendis. Ljóst varð af
þessum frásögnum, að yfirvöld urðu hvarvetna að láta
undan síga gagnvart „vilja almennings". Ekki sízt vöktu
>,marzdagarnir“ í Danmörku og Slésvíkurdeilan mikla at-
hygli hérlendis. Verður nú lauslega sagt frá þeim og þar
a. stuðzt við íslenzkar samtímalýsingar til þess að sýna,
1 hvaða ljósi Islendingar sáu þessa viðburði.
Hinn 20. marz 1848 bárust til Kaupmannahafnar fregnir
Um, að Holtsetar hefðu haldið fund í Rendsborg og kjörið