Saga - 1973, Side 8
6
ÓLAFUR ODDSSON
nefnd manna til að ganga á fund Friðriks sjöunda og
aðra til vara sem millibilsstjórn, ef konungur yrði ekki
við óskum þeirra. Ollu fregnir þessar miklum æsingum,
og héldu borgarar fund með sér og stúdentar annan fund.
Varð niðurstaðan sú, að konungi var ritað bréf, og fór
næsta dag mikill flokkur, u. þ. b. tólf þúsund manns, að
konungshöllinni með Hvidt etatsráð og aðra fulltrúa borg-
aranna í broddi fylkingar. Afhentu þeir konungi skjalið,
og var það svohljóðandi:
Allra mildasti konúngur!
Rádgjafar þeir, er ydar Hátign fékk ad erfdum eptir
fyrirrennara ydar, hafa ekki á sér traust þjódarinnar,
hvorki í Danmörku né á Holsetulandi né í Slesvík; hinir
hryggilegu ávextir af stjórnaradferd þeirra, sem hver
dagurinn leidir ödrum betur í ljós, hafa hlotid ad gjöreyda
öllu trausti manna á því ad þessir menn hafi nú til ad
bera vit og þrek til ad vernda landid. Urræda stundin
þokast nú ódum nær. Ríkid fer allt á sundrúng ef ydar
Hátign kallar ekki nú þegar ad hásæti ydar þá menn,
sem eru því vaxnir, ad skera úr vandamáli þessu, og sem
geta veitt stjórninni einbeittan vilja og adstod þjódar-
innar, þá menn, sem geta vardveitt sóma landsins og
grundvallad frelsi þess.
Vér bidjum og þrábænum ydar Hátign um ad stofna
ekki þjódinni í þau óyndis úrrædi, ad hún verdi ad leyta
hjálpar hjá sjálfri sér.1
Konungur tók málaleitan þeirra vel, og var ráðgjöfun-
um flestum vikið frá völdum, en í þeirra stað komu „frjáls-
lyndir“ menn, er þjóðin bar „traust til“. Brátt kom í
ljós, að hin nýja stjórn var frjálslynd, enda var nú prent-
frelsi og fundarfrelsi haft í hávegum. Var það ætlun stjórn-
arinnar að efna til fulltrúaþings um hina væntanlegu
stjórnarbót. Skyldu hverjar tólf þúsundir manna kjósa
sér fulltrúa, og kosningarétt og kjörgengi skyldi hver