Saga - 1973, Page 9
NORÐUKREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 7
flekklaus maður hafa, er náð hefði þrítugs aldri. Vildu
sumir, að kosningaréttur yrði takmarkaður við tuttugu
og fimm ár. Konungur skyldi kjósa fjörutíu og átta menn
og þar af fimm fyrir ísland, því að ekki gæfist tími til
að láta íslenzku þjóðina kjósa þá.
Þegar fulltrúar Holtseta fengu enga áheyrn sinna mála,
hófst uppreisn í hertogadæmunum, og var sagt, að Holtset-
ar hefðu í hyggju að vinna Slésvík með vopnum. Drógust
Prússar fljótlega inn í þessi átök. Urðu Danir brátt að
láta undan síga, einkum eftir missi hins fræga Danavirkis.
Þótti mönnum auðsýnt, að Danir gætu ekki hrakið Þjóð-
verja af höndum sér hjálparlaust þrátt fyrir sjóhernað
og siglingabann.2
Fyrrgreint skjal hafði Orla Lehmann samið, og vil ég
vekja sérstaka athygli á því, þar sem það hefur mikið
gildi í sambandi við Nox-ðurreið Skagfirðinga vorið 1849,
en um það verður síðar fjallað.
Þegar fregnir af hinum ævintýralegu atburðum 1 álf-
unni bárust til Islands í aprílmánuði 1848, þóttu þær að
vonum mikil tíðindi og merkileg. Engu var líkara en að
menn vöknuðu af dvala, enda fengu frelsishugmyndir byr
undir báða vængi. Mikill hrifningarblær er á frásögnum
tímarita um þessi mál. Reykjavíkurpósturinn birti ítar-
legan fréttadálk um þessi efni, og er höfundur greinilega
snortinn. Hann segir m. a.:
Sýnir þetta ljóslega hvílíkt abl er fólgid í þjódvilj-
anum, þegar hann beitir sér, og ad eingum stjórnara,
hvad voldugur sem hann er, er fært ad gánga í berhögg
vid hann, eda ætla sér ad sigrast á honum.3
1 Skírni er einnig sagt frá þróun mála í álfunni með
samúðarsjónarmiði, og þar er því haldið fram, að nú hafi
menn slitið „hina gömlu fjötra“, þjóðirnar hafi „kastað
ellibelgnum" og laugi sig í hinum óstöðvandi frelsis-
straumi.4