Saga - 1973, Síða 10
8
ÓLAFUR ODDSSON
Norðurfari hóf göngu sína þetta ár, og duga ekki minna
en tuttugu og sjö þéttprentaðar síður til að lýsa þessum
viðburðum, og er um þá fjallað af samúð og hrifningu.5
Ritið varð illa þokkað af ýmsum háttsettum embættismönn-
um, en því var vel tekið af alþýðu manna, ekki sízt í Skaga-
firði, enda var annar útgefenda þess, Gísli Brynjólfsson,
þar í hávegum hafður, og varð hann þingmaður Skagfirð-
inga næstur á eftir Jóni Samsonarsyni.
Hinn 5. nóvember 1848 kom Þjóðólfur fyrst út, og var
Sveinbjörn Hallgrímsson aðaldriffjöður hans. Það rit lenti
og í andstöðu við yfirvöld, enda var útgáfa þess stöðvuð
um skeið. Sama ár birti Jón Sigurðsson hina frægu Hug-
vekju til Islendinga, og hafði hún að vonum mikil áhrif.
Hinn 23. september 1848 gaf Friðrik sjöundi út konungs-
bréf, þar sem því var heitið, að endanlegar ákvarðanir um
stöðu Islands í ríkinu yrðu ekki teknar, fyrr en Islendingar
hefðu látið í ljós álit sitt um þetta efni á lögskipuðum
fundi Alþingis. Jón Sigurðsson birti þetta bréf í Nýjum
félagsritum í langri ritgerð um stjórnarhagi Islands.6
Varð það mjög til þess að örva frelsisvonir manna.
Ekki hrifust allir af þróun mála hérlendis, til dæmis
ekki Rosenöm stiftamtmaður. — Hann segir í ævisögu-
broti sínu, að ósigur danska hersins í Slésvík hafi vakið
„Skadefryd" með ýmsum mönnum, en þegar fréttin barst,
hafi frönsk korvetta legið í höfninni. Hafi skipherrann,
Mancroix, haft trúnaðartraust áhrifaríkustu manna og
stuðlað mjög að því að viðhalda þegnskap. Rosenöm
kveðst hafa haft mjög gott samband við hinn franska
skipherra, sem hafi oft rætt um nauðsyn á „ordnede
Samfundsforholds Tilbagevenden i Europa“. Stiftamtmað-
ur segir, að grafið hafi verið undan friði á Islandi, og kennir
Norðurfara um það. Hann gefur síðan vetrinum 1848—1849
þann vitnisburð, að hann hafi liðið í óþolandi tauga-
spenningi.7