Saga - 1973, Page 12
10
ÓLAFUR ODDSSON
og varð þriðji, þótt langyngstur væri bekkjarbræðra sinna.
Eftir prófið var Grímur um skeið skrifari Ólafs Stefáns-
sonar í Viðey. Hann fór utan 1805 og var skráður í stúd-
entatölu í háskólanum í Kaupmannahöfn 30. maí sama ár
með 1. einkunn. Hann tók annað lærdómspróf árið eftir,
einnig með 1. einkunn. Hann lauk embættisprófi í lögfræði
með tveimur prófum, 16. og 28. apríl 1808, og fékk fyrstu
einkunn í báðum prófunum. Hugur Gríms beindist nú að
herþjónustu, sem var um þessar mundir líklegasti frama-
vegur til embætta. Fékk hann þegar lautinantgráðu í hern-
um. Hann tók herforingjapróf í janúar 1810 með þeim
árangri, að hann varð efstur og fékk heiðurspening fyrir.
Hinn 31. ágúst árið eftir varð hann auditör, regiments-
kvartermester og kennari í herrétti í herflokki landkadetta
og víðar. Grímur undi vel hag sínum á þessum árum,
enda hafði hann „allt sálar- og líkamaatgjörfi, er prýðir
hermenn".9 Snemma fóru þó á þessum árum að berast út
sögur um, að hann væri „farinn að drekka“.10
Hinn 31. maí 1812 kvæntist Grímur Birgitte Cecilie
Breum, prestsdóttur frá Jótlandi. Hún var fremur fátæk,
en Grími hefði ekki veitt af að fylgja fordæmi ýmissa
fátækra herforingja á þeim tímum og verða sér úti um
ríka konu. Verst var þó, „að geðsmunir hans og konunnar
áttu ekki vel saman“, að sögn Bjarna Þorsteinssonar.11
Stjarna Gríms fór hækkandi innan hersins á þessum
árum. Hann hlaut overkrigskommissærs-nafnbót árið 1816
og yfirauditörs-nafnbót 1818. Sá hængur fylgdi þó her-
mennsku Gríms, að laun hans voru lág, en hann var ör-
látur við vini sína sem og aðra, er honum líkaði vel við,
stundum efnum fremur. Hann safnaði smám saman allmikl-
um skuldum, svo sem sjá má af bréfi Ingibjargar, systur
hans, dagsettu 25. ágúst 1818. Henni blöskrar þar, hversu
„móðfallinn“ hann er, og hún lætur í ljós áhyggjur um,
að hann spilli heilsu sinni „með þessari órósemi".12 Grímur
hafði á þessum tíma haft hug á að komast til Islands,
og þá var ekki hugsað um óveglegra starf en embætti