Saga - 1973, Síða 13
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 11
stiftamtmanns. Kammerjunker Moltke var þó tekinn fram
yfir hann, og kennir Grímur um fátækt sinni og þó einkum
þjóðerni, svo sem sjá má á bréfi til Rasks, dagsettu 20.
apríl 1819.13
Að lokum fór svo, að erfiður efnahagur knúði Grím til
að breyta um stöðu, og varð hann 12. maí 1819 bæjarfógeti
í Skelskör á Sjálandi. Nína, dóttir Gríms, segir þó, að þetta
hafi verið tekjurýrt embætti og allt hafi verið þar í megn-
ustu óreiðu, er Grímur tók við því, enda hafi fyrirrennari
hans í embætti framið sjálfsmorð, m. a. vegna embættis-
óreiðu. Amtmaður í Soröamti var þá Paul Stemann, síðar
stjórnarráðsforseti. Hann var erfiður undirmönnum sínum
og vandfýsinn, og segir Nína, að hann hafi alltaf verið á
hælunum á föður sínum. Ýmislegt varð og til þess að auka
á erfiðleika Gríms í Skelskör. Dýrtíð var mikil og heimilið
mannmargt.14 Allir þessir erfiðleikar lögðust þungt á
Grím. Af bréfi systur hans frá 28. janúar 1822 má ráða,
að Grímur átti við mikið mótlæti að stríða, og hefur hann
beðið hana að annast uppeldi eins barna sinna, ef annars
foreldris missti við. Hún hvetur hann til þess að fala fé til
láns af manni sínum, enda eigi hann reiðufé í Kaupmanna-
höfn, og sýnir það, hvernig fjármálum bróður hennar var
háttað.15
Hinn 2. marz 1824 var Grímur skipaður amtmaður í
Norður- og Austuramti. Eftir skamma dvöl á Islandi sneri
hann sér að sýslumanni Eyjafjarðarsýslu, Gunnlaugi
Briem, og gagnrýndi hann fyrir vanhirðu á Möðruvalla-
klaustri og innstæðu þar, en hann benti á annan mann, og
varð af þessu nokkurt þóf. Síðan lét Grímur taka út klaust-
urjarðir, og þótti mörgum harkalega að farið. Sýslumönn-
um þótti og mikið heimtað af sér og aukast jafnan, og það
sáu menn snemma, að amtmaður var mjög gjörhugull um
reikninga og skýrslur, að sögn Jóns Espólíns.16
Ekki varð dvölin hér á Islandi auðveld Grími. Kona
hans varð þegar mjög þunglynd og miður sín. Hún heimt-
aði, þegar hálft ár var liðið, að fá að fara burt, en Grímur