Saga - 1973, Page 14
12
OLAFUR ODDSSON
neitaði. Ævinlega var þó kona hans sáróánægð með kjör
sín. Ekki bætti það úr skák, að amtmannssetrið á Möðru-
völlum brann aðfaranótt 6. febrúar 1826, og missti Grímur
þar næstum aleigu sína. Var þá efnt til samskota að bæta
honum skaðann, og varð Grímur djúpt snortinn vegna
þessa.17 Illa gekk þeim hjónum að halda vinnufólk, og
mun þar mestu hafa valdið stirfni húsmóðurinnar. Grímur
átti og í hinum mestu vandræðum með skrifara, enda
umgekkst hann þá af stífni.
Grímur kvartar í bréfum til þeirra Bessastaðahjóna um
alls kyns veikindi, og hann neyðist oft til að leita til
mágs síns, gullsmiðsins á Bessastöðum, um lán. Það hefur
ekki verið þessum stolta manni sársaukalaust.18
Þegar árin liðu, þurru mjög vinsældir Gríms, enda komst
hann í illdeilur við ýmsa undirmenn sína. Jón Espólín
segir frá því, að Grímur hafi haldið fast fram jarðabók
Skúla fógeta og fyrirskipað stórhækkað jarðamat og aukna
konungstíund 1 samræmi við það, og því hafi sumir um-
boðsmenn og flestir hreppstjórar í Þingeyjar- og Vaðla-
þingi sagt af sér. Jón Espólín segir og um embættisfærslu
hans:
Þat þótti öllum undr, hve miklu hann gat afkastad
í bréfagjördum ok sumu ödru, svo smámunasamr sem
hann var um alla hluti, ok torveldadi allt fyrir þeim
er hann átti vid at skipta, meir en hér þótti haglegt,
enda skar lítt úr mörgu, ok engir urdu handritarar lengi
med honum; — lét hann allt vera í því fólgit, at hefla
form á öllu, þó dugdi lítt at leita ráda hans bréflega,
var hann þá opt vandfýsnastr á eptir, ok stundum framar
en þörf þótti; en í munnlegum rádum ok tali var hann
harla mjúkr vid þá menn er hann virdi nokkurs, ok
þóttu þau rád þó ei allskostar traust. Klaustraforstödu-
menn ok landsetar kveinudu þúnglega um nýjar álögur
ok vandrædi, en sýslumenn þóttust nálega verst famir,
er þeir máttu hvergi undan leita, þóttust allir þreyttir,