Saga - 1973, Síða 15
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 13
ok bundnar hendr sínar í öllu því er mest reid á, svo
þeir yrdi at gjöra margt í héradsstjórn á móti sann-
færíngu ok samvizku sinni; ok svo mjök vildi hann eyda
öllu héradsvaldi þeirra, at hann sló því fram fyrir adra
landstjóra, at bezt færi at amtmenn gjördi ályktanir í
öllum smá-reglumálum í héradsstjórn.
Nokkru fyrir brottför sína lenti Grímur í orðaskaki
við Björn Jónsson, hreppstjóra frá Lundi, en Björn var
illur viðureignar, einkum með víni. Valdi hann Grími mörg
ill orð, fleygði í hann skarni og síðar uppnefndi Björn
Friðriksgáfu, stolt Gríms, með lítt prenthæfum ummælum.
Komust síðan á kreik níðkveðlingar, og skyldi hver hagyrð-
ingur yrkja eitt erindi.19
Grímur sótti nú ákaft um embætti í Danmörku, og varð
hann 22. maí 1833 bæjarfógeti í Middelfart.
Erfiðleikar Gríms voru nú ekki á enda, þvert á móti
jukust þeir um allan helming. Virðist það lítt hafa haft
mýkjandi áhrif, að hann varð etatsráð 28. ágúst 1833.
Ferðakostnaðurinn var mikill og gerði honum erfitt fyrir.
Enn verra var þó, að hann var vart fyrr kominn til Dan-
merkur en hann tók að sakna amtmannsembættisins og
fyllast gremju vegna brottfararinnar frá Islandi. Hann
segir t. d. í bréfi til Kristjáns Kristjánssonar 6. desember
1834: „Mitt óyndi er hið sama og fer heldur í vöxt. Ég hef
sjálfur bundið þann hnút, sem mér mun ekki verða unnt
að leysa, þó ég lifi langa ævi“. Margt varð til þess að auka
þunglyndi Gríms. Hann lenti í ritdeilu við Sören Hempel,
og varð það ekki til að mýkja skap hans. Hann lenti
og í útistöðum við dönsk yfirvöld, mest vegna stafsetningar.
Grímur segir eftirfarandi í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar
7. febrúar 1835: „Ég sé glöggt, að ég er útskúfaður og
yfirgefinn af öllum, og það sem verst er, að það er mann-
legt. Mín hjartans ósk er að hverfa frá þessu lífi“. Hann
segir einnig nokkru síðar í bréfi til sama manns: „Nú
sér fólk, að búið er að lokka mig hingað og að óhægð