Saga - 1973, Page 16
14
ÓLAFUR ODDSSON
muni vera á að komast úr gildrunni. Allir þvo því hendur
sínar í sakleysi, eins og amtmaður Pílatus forðum“.20
. Af bréfum Gríms til systur hans má sjá, að hann var
alltaf sáróánægður með hlutskipti sitt, og heilsa hans var
slæm. Hann hafði og megnustu fyrirlitningu á fógeta-
embættinu.21
óhugnanlega lýsingu á heimilislífinu og sambúð þeirra
hjóna er að finna í dagbók Nínu, dóttur þeirra. Hún hefur
skrifað við 30. maí 1839:
í dag eru líka 27 ár síðan foreldrar mínir giftust.
Líf þeirra hefur verið raunalegt. Þar sem mótlæti óg
áhyggj ur hafa ekki íþyngt þeim, hafa þeir sjálfir orðið
til þess að gera sambúðina óþolandi. Hvað mig varðar,
þá er slíkt hjónaband blátt áfram alls kostar óskiljanlegt.
Ég get ekki skilið, hvernig fólk, sem hefur elskazt, getur
tekið svo algerum stakkaskiptum . . . Líf eins og þetta
mundi verða mér hin hræðilegasta byrði, og ég fæ ekki
. varizt hryllingi, er ég hugsa til þess, ef slíkt ætti
eftir að verða hlutskipti mitt, því að ég get alls ekki
gert mér annað í hugarlund en ég mundi þá gefast upp
og það á hryllilegasta hátt.22
Síðustu ár Gríms í Danmörku juku enn beiskju hans,
og má þar um kenna afskiptum hans af málefnum ís-
lands á þingunum í Hróarskeldu 1840 og 1842, en þau
urðu mjög til þess að auka óvinsældir hans meðal landa
hans. Grímur flutti þar frumvarp um skattamál, og var
aðalefni þess að tvöfalda tíundina með því að setja á
svonefndan landsskatt. Tilgangur Gríms með þessu var
sá, „að skattland þetta lægi ekki upp’ á Danmörku að
minnsta kosti, þó það gæti ekki, sakir fátæktar sinnar, lagt
til ríkisins þarfa, svo að um muni“.23 Landar Gríms með
Jón Sigurðsson í broddi fylkingar brugðust að vonum
mjög illa við. Skrifaði Jón greinar undir dulnefni um
frumvarp Gríms og gagnrýndi það harðlega.24 Jón segir