Saga - 1973, Side 17
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 15
í bréfi til Gísla læknis Hjálmarssonar, að svo virðist sem
Grímur sé að „reyna að þóknast Dönum og konúngi", og
að hann sé „líka farinn að gleyma Fróni“.25 Jón varð síðan
að eyða miklum tíma í að hrekja það sjónarmið, að Island
lægi upp á Danmörku, því að oft var af danskra hálfu
vitnað í ummæli „fulltrúa“ Islendinga. Má nálega rekja
upphaf hinna dýpri rannsókna Jóns á fjármálum og fjár-
hag íslands til frumvarps Gríms.20 Frumvarpið vakti
mikla athygli og reiði á Islandi. Séra Árni Helgason segir
í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar, að Grími yrði ekki vært
á íslandi sakir óvinsælda, þótt hann fengi embætti stift-
amtmanns, en Grímur varð afhuga embættinu vegna þess,
hve tillögu hans var illa tekið af Islendingum í Kaup-
mannahöfn.27
Af framansögðu er ljóst, að það var bitur maður, sem
leitaði til Islands til þess að taka við Norður- og Austur-
amtinu öðru sinni, en honum var veitt það embætti 27. maí
1842. Grímur sigldi einn síns liðs, því að fjölskylda hans
varð eftir í Danmörku, en hún hafði yfirgefið hann að hans
áliti. Vakti þetta töluverða athygli manna á meðal. Þannig
segir til dæmis Jón Sigurðsson í bréfi til Þorgeirs Guð-
mundssonar, dagsettu í Khöfn 30. desember 1842: „Et-
atsr(aad) Johnsson er her nu i Byen og vil sikkert rejse
hjem til Foraaret, men nogle siger han rejser alene“.28
Grímur undi þokkalega hag sínum um skeið, er heim kom,
enda fannst honum menn sýna sér virðingu og kærleik.
Af bréfum systur hans má og sjá, að líðan hans hefur
verið með betra móti um skeið. Honum leiddust þó mjög
heimsóknir almúgamanna, er leituðu til hans ýmissa erinda,
en systir hans hvatti hann til að umbera þessar heimsóknir
með þolinmæði, því að þær sköpuðu embættismönnum
vinsældir. Grímur tók hins vegar þessari vingjarnlegu
ábendingu illa.29 Varð þessi afstaða hans m. ö. til þess að
afla honum mikilla óvinsælda, en um það mun síðar rætt.
Síðari amtmannsárin voru þó að ýmsu leyti tiltölulega
þolanleg Grími amtmanni. Hann naut tvö síðustu árin