Saga - 1973, Page 18
16
ÓLAFUR ODDSSON
nærveru dætra sinna tveggja, þeirra Þóru og Ágústu,
og mun það hafa varpað birtu yfir ævikvöld hans.
Grímur hafði um langt skeið verið heilsuveill, en um
eða upp úr áramótunum 1848—1849 virðist hann hafa
veikzt, og þau veikindi hafa lagzt þungt á sinni hans.
Grímur átti og við mótlæti að stríða af öðrum ástæðum.
Ingibjörg, systir Gríms, segir í bréfi til hans, dagsettu
7. marz 1849:
Ætli ekki væri kostur að byggja jörðina, ef góðir
skilmálar væru gefnir. Það er þó það, sem minna er
í varið. En að fara frá góðri og heiðarlegri stöðu er
ísjárvert. Mikið meira er það, sem norðuramts innbúar
hafa látið af hendi rakna en suðuramtsbúarnir, og var
það þó ekki svo líklegt. En norðlingarnir eru ætíð menni-
legir menn.30
Þessi athyglisverðu orð benda eindregið til þess, að
Grímur hafi skömmu áður haft við orð í bréfi til Ingi-
bjargar að láta af embætti í náinni framtíð. Um þessar
mundir mynduðu menn með sér samtök um að bjóða ekki
í ýmsar jarðir í opinberri eigu, jafnvel ekki Möðruvelli.
Var þetta vegna óánægju með leiguskilmála og uppboðs-
hætti, og verður fjallað um þetta síðar. Víst er, að Grímur
hugðist sigla til Danmerkur sumarið 1849. Hann skrifaði
innanríkisráðuneytinu 6. febrúar 1849 og sótti um leyfi
til utanfarar. Hinn 30. apríl var gefinn út úrskurður, er
heimilaði honum að sigla til Danmerkur, og hinn 18. maí
var amtinu skrifað um þennan úrskurð.31
Ekki er unnt að segja með vissu, hver tilgangur þessarar
utanfarar hefur verið. E. t. v. hefur Grímur viljað ræða
við stjórnvöld um lausn frá embætti og hugsanleg eftir-
laun eða þá annað embætti.
Hér hafa verið rakin helztu atriði úr viðburðaríkri
ævi Gríms til vors 1849. Nú mun getið lauslega um álit
nokkurra samtímamanna á honum. Grímur var glæsi-