Saga - 1973, Qupperneq 22
18
ÓLAFUR ODDSSON
Grímur Jónsson átti við erfiða lund að stríða, einkum
á efri árum. Um þetta efni segir Bjarni Þorsteinsson:
Allar hans sinnishræringar, til gleði eða ógleði, voru
fjörugar, jafnvel sterkar, og var þetta síðara helzt að
merkja, nær að honum sótti þungsinni, er gjörði temprun
geðshræringanna örðugri, helzt ef hann mætti einhverju,
annaðhvert sönnu eða ímynduðu, mótdrægu.39
Fróðlegt er og að athuga ummæli Gísla Konráðssonar
um Grím:
Orð fór og all-misjafnt af amtmanni um stærilæti
hans og ölæði, og mjög óvirti hann oft alþýðu í orðum .. .
Var hann þó vitur maður og mikilhæfur, en nálega mátti
hann ei ráða sér fyrir gremju, og ætla margir eigi minsta
orsök þess, að hann átti danska konu, er ei undi úti hér,
og varð hann að kosta hana ærnu fé, og börn þeirra
í Danmörku.40
Að lokum skal gerð grein fyrir þeim óvinsældum, sem
Grímur bakaði sér, einkum hin síðari embættisár. Bjarni
Þorsteinsson rekur þær til vanstilltra geðsmuna Gríms
og strangrar reglusemi í öllu, er snerti embætti hans, en
þetta hafi stundum leitt til harðstjórnar að sumra dómi.
Bjarni rekur þessa hörkulegu reglusemi Gríms til her-
mennsku hans og embættisára hans í Skelskör undir stjóm
Stemanns.41
Allglögg heimild um óánægju ýmissa Skagfirðinga vegna
embættisstarfa Gríms er grein í Þjóðólfi eftir „Nokkra
Norðurreiðarmenn“, og nefnist hún „Argur er sá, sem
engu verst“.42 Höfundar voru reyndar helztu hvatamenn
Norðurreiðar, þeir Jón Samsonarson alþingismaður, Gísli
Konráðsson, hreppstjóri og fræðimaður, Sölvi Guðmunds-
son hreppstjóri, Tómas Tómasson, bóndi á Hvalnesi á
Skaga, og Sigurður bóndi Guðmundsson frá Heiði í Göngu-