Saga - 1973, Page 23
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 19
skörðum. Þeir segja um amtstjórn Gríms, að hún hafi í
sumum greinum verið ósamkvæm, óþjóðleg og fremur
reist á eigin velþóknun en gildandi lögum. Þeir tilgreina
þar breytilegt mat Gríms á jörð einni, tilhliðrunarsemi við
„legorðssekar persónur" og kröfu Gríms til undirmanna
sinna, að bréf um alíslenzk mál skyldu skrifuð á dönsku.
Þetta er dálítið einkennilegt, því að Grímur hafði orðið
einna fyrstur til þess að skrifa háttsettum embættismönn-
um á íslenzku og lent vegna þess í deilu við Hoppe stift-
amtmann. Greinarhöfundar minnast einnig á hörkuleg
skipti Gríms við Sölva Guðmundsson hreppstjóra, en
Grímur hafði neitað að greiða ferðakostnað hans vegna
embættiserinda. Þá fjalla þeir um óreglu Gríms og spyrja,
hvort ekki sé ástæða til þess að vantreysta manni til að
stjórna tveimur umdæmum landsins, þegar hann geti ekki
stjórnað sjálfum sér eftir einföldustu siðareglum. Greinar-
höfundar fjalla einnig um uppboð klausturjarða, en um
það verður síðar fjallað.
Ýmislegt fleira stuðlaði að óvinsældum Gríms. Ýmsum
almúgamönnum gekk illa að ná fundi hans, ef þeir vildu
finna hann. Margvíslegur ágreiningur var með Grími og
sumum sýslumönnum. Nokkrir hreppstjórar og heldri
bændur lentu og í útistöðum við Grím út af ýmsum málum.
Má þar t. d. nefna hið fræga Þórdísarmál. Guðmundur
Ólafsson á Vindhæli á Skagaströnd hafði tekið til sín Þór-
dísi Ebenezardóttur, unga konu og væna, en kona hans
fór þá frá honum og krafðist brottvísunar Þórdísar. Sig-
urður Árnason hreppstjóri og Tómas Tómasson studdu
Guðmund, og þeir Sigurður Guðmundsson og Gísli Konráðs-
son voru við málið riðnir. Grímur amtmaður skipaði sýslu-
wiönnum að reka Þórdísi á brott, og varð af þessu mikið
ftiálastapp.43
Að lokum skal hér fjallað um uppboð á klausturjörðum
til festu, en það mál olli miklum óvinsældum Gríms. Rentu-
kammerið hafði fyrirskipað slík uppboð 26. marz 1842.
I bréfi Rentukammers til amtmanns Norður- og Austur-