Saga - 1973, Side 24
20
ÓLAFUR ODDSSON
amts frá 6. maí 1843 er skýrt frá andstöðu sýslumanna
og umboðsmanna. Rentukammerið muni þó ekki falla frá
fyrri ákvörðun sinni, en hins vegar sé amtmanni heimilt
að ákveða í einstökum tilvikum, hvort slík uppboð skyldu
haldin eða ekki.44 Þessi uppboð urðu mjög óvinsæl af
mörgum, sem áttu hagsmuna að gæta. Skagfirðingar sendu
bænarskrár til Alþingis 1847 um afnám þeirra, og skrifuðu
197 menn undir þær.45 Gísli Konráðsson fjallar um þessi
uppboð í ævisögu sinni og segir þar m. a.:
Jafnskjótt og hver jörð losnaði, var hún uppboðin
á söluþingi til landskuldar og festu, og var þá oft boðið
í meðaljarðir yfir 200 dali í festu og stundum af gambran
einni og litlum búmönnum. Engi var heldur meiri heim-
ild ábúðar fyrir festu þá, ef klausturjarða-umboðsmenn
vildu útbyggja og kölluðu eigi löglega ábúið, er engra
landseta færi var. Svo voru byggingarbréf harðstjórn-
arlega samin, og buðu þau að planta birkiskóga og margt
þvílíkt, og við hvað eina settar sektir og útbygging. En
þó þótti mönnum guðlausast, að enginn klausturjarða-
landseti mátti öðrum um heybjörg hjálpa, hvorki sumar
né vetur, og skyldi 16 skildinga sekt fyrir hvern hey-
hest, er annaðtveggja var á engi ljeður um sumar, ella
seldur á vori, og það þó öreiga sveitabændur, ómaga-
menn og samsveitungar, ættu hlut að, og fénaður þeirra
væri nær þrotum af heyleysi, og horfellir lægi einn fyrir.
Voru þó margar umboðsjarðir þar heyskaparmiklar.
Umboðsmaður hinna mörgu Reynistaðarjarða var þá
Einar Stefánsson, auðugur maður mjög, enda kvæntur
Ragnheiði Benediktsdóttur Vídalíns. Gísli Konráðsson talar
víða óvirðulega um Einar og segir m. a., að hann hafi
ekki þótt umbæta „harðstjórn amtmanns“ og jafnvel spillt
fyrir með „fégirnd sinni“.46
Ýmsir Eyfirðingar gripu þá til þess úrræðis að mynda
samtök um að bjóða ekki í klausturjarðir. Gekk svo langt,