Saga - 1973, Blaðsíða 25
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 21
að ekkert var boðið í sjálft Möðruvallaklaustur, og varð
að lokum að leigja það ráðskonu amtmanns, Vilhelmine
Lever. Varð amtmaður að sögn æfur vegna þessa. Jón
Samsonarson hvatti Skagfirðinga til að grípa til hlið-
stæðra aðgerða, og gengust mest fyrir því þeir Gísli Kon-
ráðsson, Indriði, sonur hans, Tómas Tómasson, Sigurður
Guðmundsson og Sigvaldi Jónsson í Vallholti.47
Vart þarf að efa, að Grímur amtmaður hefur talið sig
fara eftir fyrirmælum Rentukammers, er hann fyrirskip-
aði festuuppboðin. Hann hafði hins vegar vald til þess
að ákvarða í einstökum tilvikum, hvort uppboð skyldi
haldið eður ei, og hann kaus að láta bjóða klausturjarðir
upp til festu, þegar þær losnuðu. Því fór sem fór.
III. ÁvarpiS.
Þá víkur sögunni vestur á Stað á Reykjanesi í Barða-
strandarsýslu. Þar bjó séra ólafur E. Johnsen. Þeir voru
bræðrasynir, Jón Sigurðsson og séra Ólafur, og auk þess
átti Jón Ingibjörgu, systur hans. I nóvember 1848 samdi
séra Ólafur snjalla og skorinorða hugvekju til Islendinga.
Þar er með eldheitri skírskotun til þjóðerniskenndar reynt
að vekja menn „af mörg hundruð ára dvala“. Danir séu
nú „lausir frá einveldi konunganna“, og nú ríði á, „að
sjálfir vér ráðum stjórnarhögun vorri". Islendingum hljóti
af reynslunni að vera fullljóst, að eintómar bænarskrár
ftiuni lítt stoða til að sannfæra „Danaþjóð, hvör eð með
ttióðurmjólkinni í mörg hundruð ár hefur inndrukkið það
rýrðarálit á þjóð vorri, að hún, skrælingjum líkust, gæti
ei lifað án sérlega náðugrar aðstoðar og hjálpar frá Dan-
mörku“. Islenzka þjóðin hafi heyrt talað um „þjóðfrelsi",
°g nú verði hún að vakna til „samheldis og samkomulífs-
ins“ og glæða „týruna, er kveikt var 1 fyrra sumar við
Öxará“. Þjóðin geti alls ekki treyst á hina svokölluðu
fyrirliða þjóðarinnar, yfirvöldin, því að þeir vilji ekki
styggja „nokkra þá kitlandi náð kóngsstjórnarinnar, er