Saga - 1973, Síða 26
22
ÓLAFUR ODDSSON
veitir þeim góð laun, titla og virðingarmerki, er gerir þá
auðþekkta frá öðrum. Sjálfselskan verður hjá þeim föður-
landselskunni meiri“. Síðan segir séra Ólafur:
Lífið verður því að koma frá sjálfri þjóðinni, og það
á að byrja með almennum samkomum, bæði í héraði
hverju út af fyrir sig, og svo með almennri samkomu
við öxará.
Héraðsfundir ættu nú að vori komanda að verða hvar-
vetna í landinu, á þeim á að ræða um þau málefni, sem
nú eru næst fyrir hendi og mest eru umvarðandi, sem
er: stjórnarlögun vor, verzlunarfrelsið, kosningarlögin,
jarðamatið og sv. frv. Bænarskrár ættu að semjast um
það, sem þurfa þykir, og loks ætti að ákveða, hverjir
fara ættu úr sýslu hverri skömmu fyrir Alþingi til öxar-
árfundar.
Síðan skuli fundarmenn ríða til Alþingis og afhenda
þar samþykktir sínar, en að lokum ætti flokkurinn að
kveðjast við öxará og hver að heita því að leitast við að
„kveikja þjóðlífið í héruðum og að enginn skiljist við
félagsskap þennan héðan í frá, fyrr en vér með góðu og
löglegu móti öðlazt höfum fullkomin þjóðréttindi og
þjóðfrelsi". Ef þessum samtökum takist ekki að hrinda
okinu af íslendingum, „þá sé Islands þjóðfrelsi og þjóðerni
á enda“, og Island muni þá vegna dáðleysis landsmanna
„um aldur og ævi stynja undir annarlegri kúgun og gráta
þjóðerni sitt til enda veraldar”.48
Þessi merka ritgerð barst sóknarbörnum séra ólafs og
fleirum í hendur til lestrar í lok árs 1848, að vísu nafnlaus.
Hún birtist síðar allmjög breytt í Nýjum félagsritum
undir dulmerkjum og hét þá Ávarp til Islendinga.49
Þá kemur til sögunnar Jón Bjarnason hreppstjóri frá
Eyhildarholti í Skagafirði. Hann hafði leigt þá jörð af
Ara lækni Arasyni, auðugum manni að löndum og lausum
aurum. Þegar Ari læknir andaðist, byggði Ari, sonur hans,