Saga - 1973, Síða 27
NORÐURREIÐ SKAGPIRÐINGA VORIÐ 1849 23
Jóni út, en Jón neitaði að fara burt af ýmsum orsökum,
og varð af þessu allmikið málaþras, er lyktaði 1845 með
því, að Jón skyldi mega búa þrjú ár í Eyhildarholti, en
standa þá upp, ef Ari vildi, og skyldi hann þá kaupa hús
af Jóni.50
Síðla vetrar 1849 fór Jón Bjarnason alla leið út á Reykja-
nes í Barðastrandarsýslu og festi sér jörðina Reykhóla
til ábýlis. Þar hefur hann lesið ávarp séra ólafs á Stað
og hrifizt af því, eins og vænta mátti. Er hann hélt til
Skagaf jarðar aftur, hafði hann meðferðis eftirrit af ávarp-
inu og mun hafa sýnt það æskuvini sínum og nágranna,
Gísla Konráðssyni. Ávarpið hefur einnig snortið Gísla, því
að hann tók nokkur eftirrit af því og sendi vinum sínum.
Gekk það manna á milli og hafði allmikil áhrif.51 Jón
Bjarnason fluttist um vorið að Reykhólum. Hann varð
síðar þingmaður Dalamanna um skeið. Þegar Gísli fluttist
síðar vestur, fór vel á með þeim vinum og séra Ólafi á
Stað.
Rosenörn stiftamtmaður minnist á ávarpið í ævisögu-
broti sínu, og hefur hann haft á því illan bifur. Sagði
hann, að það hefði orðið mjög útbreitt í Skagafirði og
Eyjafirði, en hins vegar hefði sýslumaður Húnvetninga,
Arnór Árnason, stöðvað dreifingu þess í sýslu sinni.
Rosenörn rekur tildrög Kallárfundar til ávarpsins,52 og
Gísli Konráðsson viðurkenndi síðar fyrir rétti vegna Norð-
urreiðar, að það kynni að hafa hvatt menn til fundarins.
Dagskrá Kallárfundar sýnir greinileg tengsl hans við
ávarpið. Kjörorðin, sem fylgdu orðsendingu Norðurreiðar-
^nanna til Gríms amtmanns, virðast og þaðan komin.
Að lokum skal á það minnzt, að í Þjóðólfi var vorið 1849
ullmikið fjallað um væntanlegan Þingvallafund. 1 apríl-
uiánuði sömdu nokkrir alþingismenn og embættismenn
á Vestfjörðum og Norðurlandi auglýsingu, þar sem sagt
er frá undirbúningi fundar á Þingvöllum 28. júní 1849.
Er skorað á landsmenn að halda fundi í héruðum og ákveða
fulltrúa á Þingvallafundinn.53