Saga - 1973, Blaðsíða 28
24
ÓLAFUR ODDSSON
IV. Kallárfundur.
Um sextíu menn héldu með sér fund hinn 5. maí 1849
við Kallá, skammt frá hjáleigunni Heiðarseli (síðar Dalsá)
í Gönguskörðum. Fundarstjóri var Jón Samsonarson, al-
þingismaður Skagfirðinga, en meðal annarra fundarmanna
voru Gunnar hreppstjóri Gunnarsson frá Skíðastöðum,
Tómas Tómasson fyrrv. hreppstjóri frá Hvalnesi, Gísli
Konráðsson hreppstjóri og Indriði, sonur hans, frá Húsa-
bakka, Þorbergur Jónsson hreppstjóri frá Dúki, Sigurður
Guðmundsson fyrrv. hreppstjóri, Bjarni Bjarnason frá
Meyjarlandi, Egill Gottskálksson frá Völlum, Sigvaldi Jóns-
son frá Syðra-Vallholti og Halldór og Stefán Magnússynir,
prests Magnússonar frá Glaumbæ, en þeir voru mágar
Jöns Bjarnasonar í Eyhildarholti og Indriða Gíslasonar.
Gísli Konráðsson nefnir nokkra fleiri bændur, sem verið
hafi á fundinum, og Jón Samsonarson nefndi síðar fyrir
rétti Sölva Guðmundsson hreppstjóra frá Sjávarborg og
Jónas Jónsson hreppstjóra frá Vatni.54
Þorbergur Jónsson sagði síðar fyrir rétti, að á fundinum
hefði í fyrsta lagi verið rætt um að senda einn eða tvo
menn úr hverjum hreppi til væntanlegs Þingvallafundar.
í öðru lagi var fjallað um jarðamatið og reglur fyrir því,
i þriðja lagi um jarðakúgildi, en því máli var slegið á
frest. I fjórða lagi var rætt um tíundargjald til presta og
kirkna. f fimmta lagi var amtmannsmálið, en þar kom
fram skrifleg tillaga um að biðja Grím Jónsson amtmann
að segja af sér embætti. Þorbergur sagðist ekki vita, frá
hverjum tillagan hefði komið, en allir hefðu verið henni
samþykkir nema hann sjálfur og Sveinn bóndi frá Efra-
Nesi á Skaga.
Síðasti dagskrárliðurinn virðist hafa verið aðalmál
fundarins, enda annar og þriðji dagskrárliður tengdir því.
Gísli Konráðsson segir, að til Kallárfundar hafi verið
stofnað, „fyrir því að menn þóttust ei mega undir rísa