Saga - 1973, Qupperneq 29
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 25
álögum Gríms amtmanns, einkum á klausturjarðabygging-
um“.
Jón Samsonarson sagði síðar fyrir rétti frá fyrrgreindri
tillögu. Hann sagðist þó ekki muna, frá hverjum einum
fremur en öðrum tillagan hefði komið, en engir hefðu
mælt í móti. Gísli Konráðsson kvaðst fyrir rétti hafa talað
á fundinum, en ekki gat hann tilnefnt neina frumkvöðla
hans. Hann sagðist hafa heyrt, að fram hefði komið
skrifleg uppástunga um að biðja amtmann að segja af
sér embætti, en hann kvaðst hvorki hafa séð hana né vita,
frá hverjum hún væri. Á fundinum var kosin nefnd til
lausnar þeim vandræðum, sem sköpuðust fyrir „harðstjórn
amtmanns". 1 nefndinni áttu sæti Tómas Tómasson, Gunn-
ar Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson, Gísli Konráðsson
og Indriði, sonur hans. Kom þeim saman um, að rétt væri
að ríða norður að Möðruvöllum og biðja amtmann að
leggja niður embætti. Áður skyldi þó halda annan fund
um það efni að Vallalaug í Vallhólmi, fornum þingstað.
Á Kallárfund hafði komið Gunnlaugur Björnsson prests
Arnórssonar. Sumir töldu hann njósnara prests. Vildu þeir
eigi hafa hann á fundi, nema hann héti að leyna því
sem aðrir, er fram færi, en Gunnlaugur tók seint á því.
Indriði Gíslason kallaði þá Gunnlaug til sín og sagði, að
hann yrði tekinn, bundinn sauðbandi og lagður, þar sem
hann mætti ekki heyra það, sem fram færi á fundinum,
ef hann gengist ekki undir sömu fundarlög og aðrir. Gekk
Gunnlaugur þá að þeim kosti. Gunnlaugur gisti síðar hjá
frænda sínum, Halldóri prófasti Jónssyni á Glaumbæ.
Halldór óttaðist, að uppreisn væri í aðsigi, og hafði hann
fengið ábendingu um það frá Einari Stefánssyni um-
boðsmanni á Reynistað. Þegar Gunnlaugur gisti að Glaum-
bæ, voru þar margir aðrir frændur hans. Settust þeir nú
aHir að því að veiða upp úr Gunnlaugi það, sem ákveðið var
a Kallárfundi, og mun þeim hafa tekizt það, að sögn Gísla
Honráðssonar.5 5