Saga - 1973, Page 31
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 27
Þessir fáu gestir, sem nú að þessu sinni heimsækja
þetta hús, eru eitt lítið sýnishorn af þeim stóra mann-
flokki, sem að miklu leyti hefir misst sjónar á tilhlýði-
legri virðingu og trausti á amtmanns embætti því, sem
nú er fært á gömlu Möðruvöllum, og eru þess vegna
hingað komnir: Fyrst til að ráðleggja og því næst biðja
þann mann, sem hér nú færir þetta embætti, að leggja
það niður þegar í sumar með góðu, áður en verr fer.
Lifi þjóðfrelsið!
Lifi félagsskapur og samtök!
Drepist kúgunarvaldið!5 8
Líklega hefur orðsending þessi verið borin upp og sam-
þykkt á fundinum. Mun síðar verða f jallað um hana nánar.
Fimm menn voru kosnir á fundinum til að stjórna Norður-
reið. Þeir voru: Indriði Gíslason, Egill Gottskálksson, Sig-
valdi Jónsson, Sigurður Guðmundsson og Bjarni Bjarna-
son. Áttu þeir að sjá um, að allt færi skipulega fram, en
opinberlega réð „alþýðu vilji“ ferðinni.
VI. NorSurreið.
Þegar nauðsynlegum undirbúningi var lokið á Vallalaug-
arfundi, riðu þegar af stað um 40—50 menn. Hafði hver
þeirra tvo hesta og nesti til fararinnar. Þegar komið var
yfir Norðurá, hélt þorri manna áfram yfir Öxnadalsheiði.
Þeir Indriði Gíslason og Sigurður Guðmundsson riðu ásamt
Öxndælingunum, Guðmundi Einarssyni frá Bessahlöðum og
Steini Kristjánssyni frá Geirhildargörðum, yfir Hörgár-
dalsheiði og upp í Hörgárdal. Þar bættust við nokkrir í hóp-
inn. Einnig slóst nokkur hópur í öxnadal með í ferðina. Um
nóttina lágu menn á Lönguhlíðarbökkum í Hörgárdal.
Samkvæmt réttarframburði Jóns Árnasonar í Flugumýrar-
hvammi var Brynjúlfur Brynjúlfsson í Litluhlíð þar kos-
lnn til þess að halda uppi reglu við amtmannssetrið, en