Saga - 1973, Page 33
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 29
um að snúa ekki við. Ekki virðast þeir, sem fremstir
gengu burt, hafa tekið eftir því, að amtmaður kæmi út.
Guðjón Grímsson sagði fyrir rétti, að hann hefði ekki
orðið þessa var, en hann kvaðst hafa heyrt það af öðrum
síðar.59
Þá verður næst lýst atvikum í Friðriksgáfu, og er dóttir
Gríms, Þóra, síðar Melsteð, heimildarmaður. Hún var þá
25 ára gömul. Þær systur, Ágústa og Þóra, voru við
glugga sunnan við dyrnar á austurhlið hússins og voru
að sauma hinn 23. maí. Faðir þeirra var ekki enn kominn
á fætur, þótt liðið væri að hádegi. Hann hafði verið „tölu-
vert lasinn, en var að hressast". Friður og ró var yfir öllu,
en skyndilega kemur piltur einn, heldur vitgrannur, hlaup-
andi inn til þeirra, móður og másandi. Hann stynur því
upp, að margir stríðsmenn ríði sunnan dalinn að finna
amtmann. Sáu þær systur brátt til mannaferða. Stigu þeir
af baki sunnan við túngarðinn og gengu heimleiðis fylktu
liði, fjórir eða fimm í röð. Flestir voru þeir með stóra
rauða trefla, og hafði það villt um fyrir stráksa. Þeir
komu að suðurgaflinum, en fóru ekki inn fyrir grindurnar,
gengu meðfram austurhliðinni og bak við norðurgaflinn,
en Grímur lá í norðurenda hússins. Þar hrópuðu þeir:
„Lifi þjóðfrelsið! Lifi félagsskapur og samtök! Drepist
kúgunarvaldið!“ Síðan sneru þeir við og gengu suður með-
fram austurhliðinni og námu þar staðar. Þóra gekk þá út tij
þeirra og spurði, hvort þeir vildu tala við amtmann.
Nokkrir kváðu já við því. Hún segir þá, að þeir hljóti
að hafa frétt í dalnum um veikindi föður síns. Hún segir
þeim þó að bíða, meðan hann klæðist, og taka þeir vel
í það.
Þóra hljóp síðan inn til föður síns. Hann var þá þegar
hálfklæddur og flýtti sér sem mest hann mátti. Gekk
hann skömmu síðar út og Þóra á eftir. Grímur var hvítur
fyrir hærum, fölur eftir veikindin, en hár og beinvaxinn
°£ „hinn höfðinglegasti“. Kastaði hann kveðju á gestina,
en þeir svöruðu engu og tóku að tínast burt. Hann gekk