Saga - 1973, Síða 34
30
ÓLAFUR ODDSSON
þá í veg fyrir þá út á grasblettinn og kallaði: „Nei bíðið þið
við, piltar, jeg ætla að tala við ykkur“. En þeir flýttu sér, og
enginn þeirra mælti orð við amtmann, „og nú var ekki
fylkt liði við túnið“.60
Eins og sjá má, munar hér nokkru í lýsingu á „heim-
reiðinni". Þó fara heimildir saman í flestum aðalatriðum,
t. d. um það, að Norðurreiðarmenn hafi ekki átt nein orða-
skipti við amtmann. Það var og fastákveðið á Vallalaugar-
fundinum, að slíkt mætti ekki gerast, því að þá væri hætta
á, að menn óvirtu hann í orðum og hann fengi þannig högg-
stað á þeim síðar.
VII. Norðurreiðarmenn.
Alþekkt er á vorum tímum, að heimildum ber ekki
saman um fjölda þátttakenda í ýmsum mótmælaaðgerðum,
og fara lýsingar mjög eftir raunverulegum eða ímynduð-
um hagsmunum. Þessu er einnig þannig farið um Norður-
reið. Bogi Melsteð segir (eftir Þóru), að ekki hafi nema
lítill flokkur Skagfirðinga, þrjátíu menn eða tæplega það,
riðið norður. 1 Þjóðólfi er því hins vegar haldið fram, að á
milli fjörutíu og fimmtíu menn hafi riðið norður frá Valla-
laug, en síðar hafi bætzt við af sveitungum amtmanns, svo
að þeir hafi að lokum verið sjötíu til samans. Þegar Þórður
Jónasson fyrirskipar rannsókn vegna Norðurreiðar hinn
8. ágúst 1849, segir hann í bréfi til Eggerts Briems, að
menn þeir úr Skagafirði, öxnadal og Hörgárdal, sem sóttu
heim Grím amtmann, hafi að sögn verið u. þ. b. sextíu
að tölu.61
Merkasta heimildin um þátttakendur í Norðurreið eru
gögn í rannsókn Eggerts Briems vegna Norðurreiðar.
Eftir þeim má gera skrá um Norðurreiðarmenn, en þó með
fyrirvara, eins og síðar verður á minnzt.
Norðurreiðarmenn úr Skagafjarðarsýslu:
Björn Gunnarsson á Skíðastöðum í Laxárdal,