Saga - 1973, Page 37
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 33
tekið þátt í Norðurreið, en hann hefði hins vegar verið
á Kallárfundinum. Gunnlaugur Björnsson var, eins og áður
var sagt, á Kallárfundi, en vafasamt má telja, að hann
hafi verið í Norðurreið. 1 þriðja lagi er form stefnanna
yfirleitt þannig, að lagt er fyrir hreppstjórana að birta
þær þeim mönnum, sem tilgreindir eru, og auk þess öðr-
um, sem þeim sé kunnugt um, að tekið hafi þátt í Norður-
reið. Hafa sumir hreppstjóranna gert það, og er þá stefnt
mun fleiri mönnum en tilgreindir eru í upphafi. Aðrir
hreppstjórar birta stefnuna einungis þeim mönnum, sem
tilgreindir eru í stefnunum, en eigi er ólíklegt, að þeir hafi
haft vitneskju um fleiri þátttakendur, en eigi viljað gefa
upp nöfn þeirra.
Auk þessa er margt á reiki um einstaka menn. Gísli
Konráðsson segir, að Guðmundur Hannesson á Stóru-Seilu
hafi ekki riðið norður. Indriði Einarsson hefur þó orð
Guðmundar sjálfs fyrir því, að hann hafi verið í Norður-
reið. í stefnunni er strikað yfir nafn alnafna Guðmundar,
Guðmundar frá Hömrum, en nafn hans síðan skrifað á
nýjan leik. Hér er því um vafa eða misskilning að ræða.
Gísli Konráðsson nefnir í ævisögu sinni Björn Einarsson
í Héraðsdal og Rögnvald Þorvaldsson á Skíðastöðum, og
verður að skilja frásögn Gísla á þá leið, að hann telji þá
Norðurreiðarmenn. Pétur Guðmundsson kveðst hafa heyrt,
að Egill Tómasson í Bakkaseli og Kristján Kjernesteð
í Skriðu hafi tekið þátt í Norðurreið, en um það veit ég
ekki aðrar heimildir. Jónas Sigurðsson á Bakka sagði hins
vegar fyrir rétti, að ekki hefðu fleiri en nítján menn úr
Eyjaf j arðarsýslu verið í Norðurreið, svo að þátttaka þeirra
Egils og Kristjáns má teljast hæpin.63
Næst skal vikið að þjóðfélagsstöðu Norðurreiðarmanna.
^órður Jónasson amtmaður segir í bréfi til dómsmála-
ráðuneytisins frá 4. okt. 1849, að Norðurreiðarmenn séu
»for störste Delen Proletarier". Upptök Norðurreiðar megi
hins vegar rekja til nokkurra manna, en hinir hafi verið
viljalaus verkfæri í þeirra höndum. Þessir fáu menn hafi
3