Saga - 1973, Side 38
34
ÓLAFUR ODDSSON
notað hinn fjölmenna flokk til þess, að svo liti út sem hér
væri um að ræða „den almindelige Mening“. Þeir hafi
reynt að villa mönnum sýn og vonað, að einungis yrði
tekið eítir fjölda Norðurreiðarmanna, en ekki mannkost-
um, því að stór hluti þeirra sé „enten simple Tjenestekarle
eller Proletarier".64
Ummæli Þórðar eru athyglisverð, en vart myndu þau
þykja við hæfi á vorum dögum. En menn mega ekki gleyma
því, að þá var öldin önnur. Má hér t. d. benda á viðhorf
hægri manna í Danmörku á síðari hluta 19. aldar þessu
til skýringar. Þórður var hægfara embættismaður, trúr
og auðsveipur dönsku stjórninni, og hafði illan bifur á
þróun mála heima og erlendis.
Við athugun á þeim mönnum úr Skagafjarðarsýslu, sem
stefnt var vegna Norðurreiðar, kemur í ljós, að um tveir
þriðju þeirra voru þá bændur, flestir leiguliðar, en þó
nokkrir sjálfseignarbændur. Um þriðjungur þeirra var
bændasynir, vinnumenn eða annað. Einnig kemur í ljós,
að margir þeirra bjuggu á jörðum í eigu auðugra manna,
sumir þeirra bjuggu á Reynistaðarjörðum og fáeinir á
öðrum jörðum í opinberri eigu.65 Flestir Norðurreiðar-
manna voru fátækir bændur eða bændasynir, og þessu
var einnig þannig háttað um ýmsa forystumenn þeirra,
t. d. Gísla Konráðsson. En athyglisvert er, að þeir hafa
sumir hverjir haft furðu ljósa stéttarvitund og hugmyndir
um, að „alþýðan" ætti „rétt sinn“, eigi síður en stórhöfð-
ingjarnir. Má hér benda á viðvörunarkvæði Sigurðar
Guðmundssonar, eins helzta foringja Norðurreiðarmanna,
til Þórðar Jónassonar amtmanns:
Það sje mælt í Þórðar eyra,
þetta skyldi’ hann gjarnan heyra
og sinna því sem sannleiks raust:
Ef á vegum Gríms hann gengur,
getur hann trauðla honum lengur
slamsast áfram slysalaust.