Saga - 1973, Page 39
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849
35
Mjög til haturs ef hann egnir,
alþýðuna, ver það gegnir,
á hún rétt sinn eins og hann;
hún er ei fyrir hann til orðin,
hans þó leggi mat á borðin,
með svita og lúa safnaðan.
Hún er lands og stétta styrkur,
stórt má kalla heimsku myrkur,
ef hún kúguð er og smáð.
Þetta illa þolað getur,
þverúð móti röngu setur;
ekki stoða önnur ráð.
Höfðingjum, sem halla rétti,
og hafa fleiri ljóta bletti,
marka skyldi minna svið,
þeir án hlífðar þrátt sig ala
þúsundir og hundruð dala
árlega svelgja sinn í kvið.
Einhver kynni að spyrja, hvers vegna menn eins og Jón
Samsonarson og Gísli Konráðsson og aðrir hreppstjórar
tóku ekki sjálfir beinan þátt í Norðurreið. Því er til að
svara, að opinberlega réð „alþýðu vilji“ ferðinni. Ef menn,
sem gegndu ábyrgðarstörfum, hefðu verið í Norðurreið,
hefði verið litið á þá sem foringja. Þá hefði og verið greið
leið fyrir yfirvöld að refsa þeim með afsetningum og
tleiru.66
VIII. Grimur amtmaður deyr.
Indriði Einarsson segir, að sú saga hafi gengið eftir
Eorðurreið, að Grímur Jónsson hafi viljað láta af embætti
hennar vegna. Bogi Melsteð segir hins vegar, að alrangt sé,
að Grímur hafi viljað láta af embætti af þessum sökum,