Saga - 1973, Side 40
36
ÓLAFUR ODDSSON
enda hafi hann varla minnzt á NorSurreið.67 Hér má minna
á bréf systur Gríms frá 7. marz 1849 og annað, sem áður
er fjallað um, er bendir til, að amtmaður hafi viljað láta
af embætti upp úr áramótum 1848—1849, og er þar líklega
fengin skýring á fyrrgreindri sögusögn.
Grímur Jónsson hélt dagbók, og er nokkuð á henni að
græða. Hann hafði hin síðustu ár oft skrifað „lasinn“ í
bókina. Frá 2. maí 1849 var hann „mikið lasinn“, og svo
var hann enn hinn viðburðaríka dag 23. maí. Þann dag
var sex stiga hiti kl. sjö og bjart veður á Möðruvöllum.
Hinn 24. maí lá Grímur hálfan daginn, og frá 25. maí
lá hann alveg rúmfastur. Hinn 28. maí lét Grímur sækja
Eggert Jónsson héraðslækni, og var honum tekið blóð.
Hinn 1. og 2. júní var Grímur „mjög veikur“, en lengra
nær dagbókin ekki.68
Grímur mun ekki hafa liðið þungar kvalir þessa síðustu
daga, og dætur hans voru stöðugt hjá honum. Grímur
fékk hægt andlát kl. tíu að morgni hinn 7. júní 1849.
Banamein hans var heilablóðfall (apoplexie). Hann var
jarðsettur 19. júní að Möðruvöllum. Séra Guðmundur E.
Johnsen flutti líkræðuna, og er hún varðveitt. Kynleg
tilviljun er það, að séra Guðmundur var bróðir séra ólafs
á Stað, höfundar ávarpsins.69
Ingibjörg Jónsdóttir var harmi lostin, er hún frétti and-
lát bróður síns, sem hún unni mjög. Ingibjörg missti eigin-
mann sinn, Þorgrím Tómasson, 26. júní 1849, svo að þetta
hafa verið dapurlegir dagar. Hún segir í bréfi til Þóru 1.
júlí 1849: „Af Deres Sösters Brev har jeg erfaret, at jeg
har tabt alt og mere end alt. Det var dog en ikke liden
bedring i vor Sorg, at hans Sygdom var smerterfri, hans
Död rolig“. Ingibjörg tók þær systur til sín á Bessastaði
um sumarið. Á leiðinni suður hittist svo á, að þær voru við
messu á Víðimýri og kenndu þar nokkur andlit úr Norður-
reiðinni, og „voru þau ekki upplitsdjörf“.70
Skiptar skoðanir voru um, hvort Norðurreið hefði átt
þátt í dauða Gríms. Einar Stefánsson á Reynistað sagði við