Saga - 1973, Page 41
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 37
Gísla Konráðsson, að Norðurreiðin hefði orðið Grími að
bana. Gísli svaraði því til, að fádæmum sætti, ef það yrði
harðstjóra nokkrum að bana, að menn bæðu hann með góðu
að leggja niður stjórn. Víst væri og, að enginn hefði flýtt
amtmanni í himnaríki, nema ef Einar sjálfur ætti þann
heiður skilinn. Hlógu margir dátt að þessu, en Einari sám-
aði að vonum.
Jón Samsonarson virðist hafa haft ákveðna skýringu
á dánarorsök Gríms, en þessi staka var af flestum eignuð
honum:
Allir segja hann Eggert Briem
eigi að stefna Skagfirðingum,
og dæma þá fyrir hann dauða Grím,
sem drakk sig burt frá óvirðingum.
Níels skáldi Jónsson orti m. a. um Norðurreið og and-
lát Gríms:
Erindi þeirra Grímur greiddi,
gerði betur en nokkur beiddi.71
Ýmsir litu öðrum augum á málið. Rosenörn stiftamtmað-
ur segir í bréfi til innanríkisráðuneytisins 18. júní 1849, að
Norðurreiðin hafi flýtt fyrir dauða Gríms. í ævisögubroti
sínu kveður hann enn sterkar að orði um athæfi Skag-
firðinga: „Krænkede den syge, stolte Mand saaledes, at
han döde af et galdeagtigt Hierneslag". Þórður Sveinbjam-
arson dómstjóri segir og í ævisögu sinni, að Norðurreiðin
hafi að líkindum orðið Grími, æskuvini sínum, að bana.72
Afstaða Ingibjargar Jónsdóttur er ljós. Hún segir eftir-
farandi 25. febrúar 1850 í bréfi til Gríms Thomsens, sonar
síns, er bar nafn hins elskaða bróður hennar:
En með hjarta sundurslitið af sorg minnist eg breytni
Skagfirðinga við bróður minn sál. Slysalegt er, að Is-