Saga - 1973, Page 42
38
ÓLAFUR ODDSSON
lendingar skuli útskúfa svona þeim manni, sem í fleiru
en einu tilliti var afbragð og sómi síns föðurlands.
Nokkru síðar segir Ingibjörg í bréfi til sama:
Havstein, sem nú er amtm[aður] fyrir norðan, skal
nú mikið hrósa embættisfærslu br[óður] míns. Ef hann
gjörði það sem rétt var, því er honum þá styttur aldur?73
Viðhorf Þóru voru einnig með svipuðum hætti, og hún
mundi greinilega eftir Norðurreiðinni í smáatriðum 66
árum síðar, þótt hún væri þá á tíræðisaldri. Þóra stofnaði
Kvennaskólann í Reykjavík 1874. Björn Karel Þórólfsson
sagði mér eitt sinn, að Þóra hefði jafnvel litið syni Norður-
reiðarmanna óhýru auga, er þeir komu með dætur sínar
í skólann. Hins vegar hefði hún ekki látið stúlkurnar gjalda
Norðurreiðar að neinu leyti.
Norðurreiðin hefur lagzt þungt á Grím og e. t. v. flýtt
fyrir dauða hans. Ljóst er, að heilsu hans hrakaði mjög
eftir þennan atburð. Grímur var stoltur maður, sem þráði
virðingu, en þoldi illa mótlæti, og þá varð hann þunglyndur
og miður sín. Tvær heimildir eru mér kunnar um viðhorf
Gríms til Norðurreiðar. Hin fyrri er frá honum sjálfum.
Hann skrifaði í dagbók sína hinn 23. maí 1849 þessi
athyglisverðu orð: „Islandsk Mytteri“, þ. e. íslenzk upp-
reisn.74 Ekki er auðvelt að túlka þessi tvö orð í einkaskjöl-
um Gríms. Sýna þau fyrirlitningu hans á Norðurreiðar-
mönnum? Var stolt hans sært, og áleit hann Norðurreið
alvöruuppreisn? Líklega er hvort tveggja rétt.
Hin síðari heimild er frá Þóru: „Það þótti amtmanni
sárast, að þeir vildu ekki bíða og tala við sig“.75 Grímur
Jónsson, amtmaður í Norður- og Austuramti, fyrrum hátt-
settur herforingi í hinum konunglega danska her, bað
óbreytta almúgamenn í Norðurreið að doka við og tala
við sig, en var ekki virtur svars. Það þótti Grími sárast.
Nú var öldin önnur en á öðrum tug aldarinnar, er honuni
og hinni ungu og fögru eiginkonu hans var oft boðið i