Saga - 1973, Qupperneq 43
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 39
góðan fagnað til yfirmanna hersins og jafnvel Kristjáns
prins.76 En hann varð að yfirgefa hermennskuna, þar
sem launin voru hrakleg, og hann varð að fara frá kon-
unni, þar sem hún gerði „samsæri“ gegn honum. Dapurlegt
er að lesa endurminningar Gríms, er hann skráði, nokkru
eftir að hann var alkominn til Islands. Hér leitaði hann
og fann „þann sálarfrið, er hann skorti, á ættjörð sinni,
sem hann unni eilíflega", og hér hitti hann fyrir „sömu
virðingu, sömu óeigingjörnu velvild sem fyrr. Aðeins hér
fann hann kærleik".77
Hinn 7. júní 1849 tilkynnti Eggert Jónsson héraðslæknir
Ara Sæmundsen, settum sýslumanni Eyjafjarðarsýslu, að
Grímur Jónsson etatsráð hefði andazt þann dag. Daginn
eftir skrifaði Ari Rosenörn stiftamtmanni og skýrði frá láti
Gríms. Hann kvaðst samdægurs hafa innsiglað öll gögn
amtsins. Síðan var Grímur Laxdal sendur suður með hraði
til Reykjavíkur. Afhenti hann stiftamtmanni bréf sín og
skýrði honum jafnframt frá helztu málavöxtum.
Rosenörn svaraði bréfum sýslumanns 18. júní og kvaðst
vera í þann mund að fara í embættisferð til Suðuramtsins.
Hann sagðist ekki geta verið fjarverandi frá Reykjavík
í júlímánuði, og því gæti hann ekki sjálfur, þótt hann
gjarnan hefði viljað, ferðazt til Friðriksgáfu til þess að
taka að sér eftirmál, sem nauðsynleg væru vegna þessa
andláts. Hann kvaðst mundu innan skamms tíma ganga
Há nauðsynlegri bráðabirgðasetningu í amtmannsembætt-
ið, en fram að því yrði allt, sem tilheyrði embættinu, að
vera innsiglað.
Sama kvöld skrifaði Rosenörn innanríkisráðuneytinu og
tilkynnti lát Gríms og skýrði frá heimsókn Skagfirðinga.
Segir hann, að bændurnir hafi „besat Fridriksgave", og
t*egar amtmaður, sem hafi verið rúmfastur, hafi neitað
ap ræða við nema einstaka menn, hafi þeir stillt upp yíir-
lýsingu, og í henni sé á auðmýkjandi og ógnvekjandi
hátt skorað á amtmann að leggja hið bráðasta niður
embætti. Rosenörn kveðst álíta, að framkvæma beri nánari