Saga - 1973, Page 44
40
ÓLAFUR ODDSSON
rannsókn þessa máls, en upptök þess virðist vera óánægja
vegna festuuppboðanna. Hann kveðst með hliðsjón af
þessu og ástandinu yfirleitt álíta það nauðsynlegt, að vel
takist til um val eftirmanns til bráðabirgða, en nú sé mik-
ill skortur á löglærðum embættismönnum, og því verði
að fresta setningu í nokkra daga. Rosenörn segist hafa
viljað tilkynna þetta strax, því að snemma næsta morguns
hafi hann í hyggju að fara í embættisferð til Suðurlands.
Nauðsynlegt sé, að hann verði í Reykjavík í þingbyrjun,
og því geti hann ekki farið norður til Friðriksgáfu.78
IX. Þingvallafundur 18U9.
Rosenörn stiftamtmaður hafði allmiklar áhyggjur af
væntanlegum Þingvallafundi, og kemur það meðal annars
fram í ævisögubroti hans, sem er óprentað að mestu. Þó
hefur Aðalgeir Kristjánsson birt nokkra kafla úr því í
bók sinni um Brynjólf Pétursson. Rosenörn segir, að kjör-
orð aðstandenda Þingvallafundar hafi verið, „at da Island
havde bevaret sit eget Sprog, og da alt politisk Liv maa
knyttes til Folkesproget, fremgik det heraf som Forsynets
Villie, at Island maatte have politisk Selvstændighed".
Ætlunin hafi verið að láta fundinn samþykkja þetta, en
síðan skyldi hinn fjölmenni flokkur ríða suður til Reykja-
víkur og neyða Alþingi „til at proclamere disse Beslutn-
inger“. Rosenörn segir, að sér hafi heppnazt að fá ráðsetta,
en þjóðrækna menn til að ferðast til Þingvalla og halda
fundinum frá „en overilet Optræden". Þetta hafi reyndar
allt orðið auðveldara viðfangs „ved den nylig intrufne
Begivenhed paa Nordlandet, hvis sörgelige Udfald neppe
havde ligget i Vedkommendes Beregning og i alt Fald
berövet dem deres Landsmænds Sympathie“.70
Gísli Konráðsson segir frá Þingvallafundi 1849 í ævi-
sögu sinni, og er greinilegt, að hann hefur orðið fyrir
miklum vonbrigðum. Ur Skagafjarðarsýslu riðu þessir
menn á fundinn: Jón Samsonarson, Tómas Tómasson,