Saga - 1973, Side 45
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 41
Gísli Konráðsson, Sigvaldi Jónsson, Sölvi Guðmundsson,
Sigurður Andrésson og Árni Sigurðsson. Ýmsir Skagfirð-
ingar, sem höfðu lofað að ríða á fundinn, brugðust. Frá
Vestfjörðum kom aðeins séra Ólafur E. Johnsen frá Stað
við þriðja mann. Gísli segir, að margir Reykvíkingar hafi
verið á Þingvallafundinum, en svo hafi hinir heldri menn
verið vanir sældinni, að þeir hafi flutt með sér dúnsængur
og rekkjuvoðir aðeins til tveggja nátta. Skagfirðingarnir
vildu fá Sveinbjörn Hallgrímsson, ritstjóra Þjóðólfs, sem
forseta, en miklu fleiri kusu Pétur Pétursson, forstöðu-
mann Prestaskólans. Vildi og Sveinbjörn ekki vera í kjöri.
Fluttu þeir Pétur og Jakob Guðmundsson, lærisveinn hans,
langar tölur, og flíkuðu þeir því óspart, að þeir hefðu
föðurlandsást að leiðarljósi, og segir Gísli, að „um flestar
tölur voru menn jafn ófróðir eftir sem áður“.
Að loknum Þingvallafundi riðu Skagfirðingar með þing-
manni sínum til Reykjavíkur, og fengu þeir tvívegis á
leiðinni viðvörun um, að höfðingjar í Reykjavík hefðu á
þeim illan bifur vegna Norðurreiðar. Var þá hafður við-
búnaður til þess, að Sigvaldi riði hraðfari norður og
kveddi saman lið, ef í harðbakkann slægi. Kváðust þeir
Tómas og Gísli vera reiðubúnir að lenda í fangelsi, og
voru þó báðir orðnir aldraðir menn. En er þeir komu
til Reykjavíkur, var þeim vel tekið „af allri alþýðu“.
Komu þeir í þingsal og voru þar stutta stund. Komu þeir
°S í kirkju, „en ei máttu þeir heyra annað en óm einn
til organsins, og ekkert af ræðu prests“. Dómkirkjuprestur
var þá Ásmundur Jónsson, en hann þótti lágróma og fljót-
ttiæltur. Hann átti Guðrúnu Þorgrímsdóttur frá Bessa-
stöðum, systurdóttur Gríms amtmanns.80
Rosenörn segir í ævisögubroti sínu, að það hafi verið
ttokkrir Skagfirðingar og fáeinir úr öðrum sýslum, sem
héldu til Reykjavíkur. Hann kveðst hafa fengið „Capitain
Mancroix til at anlöbe denne Havn samtidig med Mödet
ved Thingvalla“, og því hafi setning Alþingis farið frið-
samlega fram. Rosenörn segir einnig, að hann hafi áður