Saga - 1973, Page 46
42
ÓLAFUR ODDSSON
tilkynnt stjórninni í Kaupmannahöfn, „at Nærverelsen af
en dansk Krigsskib var önskelig“, og hann segist hafa
gert það óformlega, því að hann hefði séð, að hún gæti
ekki sent herskip hingað án þess að veikja varnirnar
heima fyrir, sem auðvitað væru miklu mikilvægari.81
Þessi ummæli Rosenörns eru einkar athyglisverð og
sýna, hversu alvarlegum augum hann leit Norðurreið og
óróann henni samfara. Líklegt má telja, að hér hefði þegar
sumarið 1849 verið danskt herskip á sveimi og hermenn
e. t. v. leikið kúnstir sínar í Reykjavík og víðar, ef Slés-
víkurstríðið fyrra hefði ekki verið í algleymingi. Koma
hér enn í ljós hin skýru tengsl milli málefna Slésvíkur
og Islands á þessum tíma.
Gísli Konráðsson skýrir frá því í ævisögu sinni, að nokkr-
ir þingmenn hafi mótmælt þingsetu Jóns Samsonarsonar
vegna Norðurreiðar, en hann hafi fengið þingsetu fyrir
ályktan Rosenörns stiftamtmanns. Jón Samsonarson minn-
ist á þetta í bréfi, dagsettu 12. janúar 1850. Hann kveðst
hafa fengið órækar sannanir fyrir því, að þingmenn hafi
gengið í tvær sveitir, þ. e. með og móti því, að hann fengi
þingsetu vegna hluttekningar í „bænarferðinni“. Vinir
sínir hafi þá hótað að hætta þingsetu um leið. Hafi odd-
viti óvildarmanna sinna fengið afsvar um stuðning stift-
amtmanns og orðið að leggja niður „höfðingja hræsnisróf-
una“ og áunnið sér hnýfilyrði og minnkandi álit þing-
manna.82
X. Þóröur Jónasson settur amtmaður.
Hinn 26. júní 1849 skrifaði stiftamtmaður Þórði Jónas-
syni og tilkynnti honum, að hann hefði verið settur amt-
maður Norður- og Austuramts. Samdægurs skrifaði stift-
amtmaður innanríkisráðuneytinu og tilkynnti setninguna.
Ber stiftamtmaður lof á Þórð og segir hann „passende
Personlighed" til þess að gegna embættinu. Rosenörn segii”,
að Þórður hafi lofað að hefja hina óumflýjanlegu rann-