Saga - 1973, Síða 47
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 43
sókn vegna hinnar auðmýkjandi mótmælaferðar (for-
nærmelige Demonstration) á hendur Grími heitnum amt-
manni. Muni Þórður síðan gefa skýrslu til hlutaðeigandi
ráðuneytis um niðurstöður rannsóknarinnar.83
Hinn 18. júlí 1849 skrifaði Þórður stiftamtmanni einka-
bréf frá Friðriksgáfu. Hann kveðst við lauslega athugun
sjá, að svo virðist sem safnazt hafi fyrir mikið af verk-
efnum, sem séu óunnin, og frá nýári sé ekkert fært inn
í bréfabókina. Þórður segir, að skjalasafnið sé í ágætu
lagi nema síðustu árin, og þar sem skrifari amtmanns sé
á bak og burt, sé enn erfiðara að finna það, sem leitað
sé að, og því geti hann ekki fundið ýmislegt, sem hann
tiltekur.
Þórður kveðst í samtölum við fólk hafa hlotið að sann-
færast um, að Grímur heitinn amtmaður hafi verið í mikilli
andstöðu við íbúa amtsins, einkum í Skagafirði. Þetta virð-
ist hafa stafað af „den Afdödes vanskelige Sindstemning og
den deraf fölgende ofte mindre humane Adfærd mod dem,
som havde noget at afgiöre med ham“. Þórður bætir því
við, að einnig hafi umboðsstjórn klausturjarða stuðlað að
andstöðu við amtmann og sú misklíð, sem sjá megi af
bréfaskiptum, að verið hafi með honum og sýslumönnunum.
Þórður segir síðan, að allt þetta hafi vakið með sér efa um,
nhvorvidt det vilde före til et önskeligt Resultat" að hefja
rannsókn vegna heimsóknar Skagfirðinga, því að þá verði
að íhuga ástæður og tilefni þessarar mótmælaferðar. Það
gæti þá hæglega gerzt, einkum ef sýslumaðurinn hefði
samúð með Norðurreiðarmönnum, „at den saaledes skeete
Demonstration befandtes beföjet, og da var den Afdödes
Navn og Eftermæle stillet i et Lys, som man ikke kunde
önske, og der kunde isaafald ikke være Tale om Ansvar for
Deltagerne i hiint Besög“.
Þórður kveðst auk þess ekki geta fengið Eggert Briem
sýslumann til þess að hefja rannsókn fyrr en í næsta
ftiánuði, þar sem enn sé verið að halda manntalsþing í
norðvesturhluta sýslunnar, en þó sé búið að ákveða, hvaða