Saga - 1973, Page 48
44
ÓLAFUR ODDSSON
dag hún hef jist. Muni hún hefjast í Eyj af j arðarsýslu. Því
næst verði rannsókn haldið áfram í Skagafirði, og muni
Eggert Briem eiga tal við Lárus Thorarensen sýslumann,
og ef til vill geti þeir þá haft samvinnu með sér. Þórður
spyr síðan um skoðun stiftamtmanns um þetta mál og
biður hann að vera leiðbeinanda sinn, því að á því þurfi
hann mjög að halda. Hann bætir því við, að menn norður
þar hafi sýnt sér hina ákjósanlegustu velvild, og sé hann
um það mjög ánægður.84
Það má heita augljóst mál, að Þórður er í bréfi þessu
að reyna að fá stiftamtmann til þess að hætta við fyrir-
skipaða rannsókn vegna Norðurreiðar, þó að hann kunni
ekki við að segja slíkt berum orðum.
Þórður segir í bréfi til dómsmálaráðuneytisins, dagsettu
4. október 1849, að hann hafi skömmu eftir setningu í
embætti snúið sér til stiftamtmanns og leitað ráðlegginga
hans um þetta mál. Þórður segir síðan, að stiftamtmaður
hafi verið sér sammála um, að hefja yrði rannsókn í málinu,
því að eðli þess leyfði ekki, að yfirvöldin létu það afskipta-
laust.85
Af þessu bréfi Þórðar má ráða, að svar stiftamtmanns
við bréfi hans frá 18. júlí hafi verið á þá leið, að nauðsyn-
legt væri að hefja rannsókn í málinu. Auk þess kemur í
ljós tvöfeldni Þórðar, er hann kveðst hafa verið sammála
stiftamtmanni um það atriði, því að af fyrrgreindu bréfi
hans má glöggt sjá, að hann var á annarri skoðun.
Það var því samkvæmt fyrirmælum stiftamtmanns, sem
rannsókn var gerð vegna Norðurreiðar. Ásmundur Jóns-
son dómkirkjuprestur kærði hana að sögn Gísla Konráðs-
sonar. Segir hann, að séra Ásmundur og Þorgrímur Tómas-
son á Bessastöðum hafi heimtað mál höfðað á hendur
Skagfirðingum, sem þeir hafi kallað ráðbana Gríms. Gísh
talar víða óvirðulega um Ásmund og kallar hann til dæmis
í vísu, er hann orti skömmu síðar, „þegjandi prédikara“.86
Þátttaka Þorgríms í þessu máli mun þó lítil, ef nokkur
er, því að hann andaðist 26. júní 1849, og hafði þá um