Saga - 1973, Síða 49
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849
45
skeið legið fársjúkur með miklum kvölum. Auk Ásmundar
stuðlaði Þórður Sveinbjarnarson að rannsókninni, en hann
var í allmiklu áliti sjá stiftamtmanni. Varð Þórður af
þessu mjög óvinsæll hjá ýmsum Skagfirðingum.87
XI. HaldiÖ áfram, bræður, þó herramir dæsi.
Nú mun gerð grein fyrir bréfi, sem sent var Skagfirð-
ingum og gekk manna á milli í eftirritum. Bréf þetta88
varpar ljósi á ýmislegt í sambandi við Norðurreið og sýnir
þann eldmóð, er þá var í mörgum. Bréfið gefur einnig
hugmynd um, hversu djúpt hatrið á Grími risti með
ýmsum, og er því rétt að birta það í heild:
Heiðruðu bræður og elskuðu Skagfirðingar!
Þess er nú að vísu minnzt um allt land, að nokkrir
af yður hafi komið að Möðruvöllum í Höi’gárdal þess
erindis, sem ogsvo er lýðum ljóst, en hér sannast hið
fornkveðna, að svo er margt sinnið sem maðurinn er,
og er það ekki að undra, þegar á allt er litið, þó ólíkir
falli dómar um aðferð yðar þessa. Að minnsta kosti
naunuð þér hafa séð hilla undir einhvurja stróka fyrir
sunnan fjöllin, kannske rauðglóraða suma um axlirnar,80
sem hafa blásið heitum, og eg held, eitruðum anda á
móti yður, en þér eigið þó bræður víðar en þið máske
sjálfir hyggið. Horfið meðal annars í vesturátt og hlustið
eftir, hvað hann Gestur Vestfirðingur núna í þriðja ár-
gangi er að skrafa,90 og vona eg sem flestir af yður
muni vilja fá hann í hús sín, og er hann ekki dýr, fyrir
eitt túmark, enda er hann þess verður, því hann drekk-
ur trúlega skál lagahöfðingjanna stóru. En líka eigið
þið bræður í öðrum áttum, sem ekki sofa allir fast.
Þó að nú hefði mátt segja margt um, að þér hefðuð
mátt velja aðra aðferð heppnari eða hentugri en þá, sem
brúkuð var — sem margir mæla — var það þó ætíð
mest vert, að þér höfðuð rétt að mæla í grundvellinum.