Saga - 1973, Qupperneq 50
46
ÓLAPUR ODDSSON
Þess vegna, þegar eitt skáld Eyjafjarðarsýslubúa kvað
vers, hálfgildings lof eftir amtmann Grím, sem þó ekki
sést hér, af því sá sami kvaðst vilja halda því heimuglega,
var því aftur snúið við af öðrum hér nálægt . . . :
Hér féll svo mikil hetja á láð,
að hafði stálsoðið spott í anda,
yfirharðstjóri okkar landa,
amtmaður Grímur etatsráð.
Þá helmyrkur augum syrti sól,
sól oss fagnaðar renna mundi,
lofsöng allvíða lýður gól,
af lifandi gleði foldin dundi.
Ekki má heldur alþingismaður yðar kippa sér upp
við það, þó öðrum alþingismanni í næstu sýslu hefði þótt
það efunarmál, hvurt hann mætti nú lengur alþingismað-
ur heita, þar hann mundi hafa stutt að för yðar. Sá, sem
vinnur landi og lýði, sá, sem uppoffrar sér fyrir heill
og frelsi meðbræðra sinna, mun meta slíka dóma að litlu.
Og þó enginn hér hafi nú enn ljósa spurn af Alþingi í
þettað sinn, þá þekkjum við þó allir þann fyrir sunnan
fjöllin, sem kenna þyrfti erindið í fjórðu Stellurímu:
Hundur Dana döglings frjáls etc.91
Haldið áfram hugrakkir með greind og stillingu, og
vitið, að smám saman munu fleiri bætast við í hópinn, þó
herrarnir dæsi, eða þó sá, sem strax var á minnzt, og
fleiri þar vildi láta taka upp mál út af þessu. Félags-
skapur og samtök eru dýrmæt orð, og harðstjórnar-
tíðin er komin að lokum. Minnizt líka á Barðstrendinga
s [ýslu] manninn, sem mátti skila bændonum aftur, þegar
að honum þrengdi.
Ekki hefi eg fengið að sjá bréfið vestan að, sem sagt
er, að hafi gengið um hjá yður í vor eða vetur, og heyri
eg þó sagt, að búið sé að prenta nokkuð af því í Félags-
ritinu nýja. Hér er að sönnu, kannske af sumum heldri