Saga - 1973, Page 51
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 47
mönnum, verið að leitast við að telja kjark úr fólki,
því tófa uggir líka um grenið sitt.
Sá, sem nú er frá, sagði Islendingar veiktust á sumrin
fyrir leti sakir og óvana á vinnu, en í Skipafregn [Árna
Böðvarssonar] væri þeim annars bezt lýst, enda vóru
þeir nógu góðir til að borga bæði múraða kamarinn
og aðrar byggingar allar, líka vísitazíutjaldið stóra og
annað þessu líkt.
Þá þjóðarást, sem hvatt hefir mig til að hripa línur
þessar, vil eg leitast við að útbreiða nær og fjær eftir
megni, en um nafn mitt eða heimili ríður ekki almenningi
á að vita, þó mig einu gilti, að línur þessar hlypi um á
meðal sem flestra Skagfirðinga, sem vilja ásamt Vestfirð-
ingum lífga upp anda og eðallyndi fornmanna, eftir því
sem þessarar tíðar þörfum hagar.
Ritað við byrjun ágústmán. 1849
af yðar einlægum velunnara.
Eggert Briem lagði á það ríka áherzlu í rannsókninni
eftir Norðurreið að fá upplýst, hver væri höfundur þessa
bréfs. Til þinghalds á Skefilstöðum á Skaga kom enginn
Norðurreiðarmanna, en bréf þetta lá þar frammi í eftir-
*iti með hendi Gísla Konráðssonar. Lét Eggert taka eftir-
rit af því og lagði það síðar fyrir Gísla Konráðsson, er hann
kom fyrir rétt. Kannaðist Gísli við, að slíkt bréf hefði
borizt sér í umslagi austan yfir Héraðsvötn, en færðist
undan að svara, þegar hann var spurður, hvort hann
hefði þekkt rithöndina. Hann kvaðst eiga frumbréfið heima,
en neitaði að láta það af hendi. Eftir þinghaldið spurði
Nggert Gísla enn um hönd bréfsins, og benti Gísli honum
bá á að leita vandlega í sýslu sinni. Þegar Þórður Jónasson
kkrifaði dómsmálaráðuneytinu um rannsóknina, benti hann
sérstaklega á þetta bréf, „som efter Rygtet skal have en
■^raast til Forfatter".92
Hver var hann þá þessi nafnlausi prestur í Eyjafjarðar-