Saga - 1973, Page 52
48
ÓLAFUR ODDSSON
sýslu, sem samið hafði bréf þetta og sent það Gísla Konráðs-
syni, sem tók eftirrit af því og sendi til vina sinna? Svarið
er að finna í bréfi Árna Helgasonar frá 29. sept. 1849 til
Bjarna Þorsteinssonar, en þar tekur hann upp frásögn
Halldórs Jónssonar, prófasts í Glaumbæ:
Það kva líka vera nýkomið bréf til Skagfirðinga,
nafnlaust, með utanáskrift til Gísla gamla Konráðs-
sonar og skrifað með þekkjanlegri hendi sra Hákonar
Espólíns. Efnið skal vera lofdýrð fyrir amtsreiðina og
hughreysting, hvað sem á bjáti, og áeggjun að halda
áfram í sama anda.93
Augljóst er, hvers vegna Gísli vildi ekki skýra frá höf-
undi bréfsins, þó að honum væri fullkunnugt um hann.
Það gat orðið hættulegt fyrir Hákon Jónsson Espólín.
Mikið hefur séra Hákon hatað Grím. Auk fyrrgreinds
bréfs má að lokum nefna, að hann orti að sögn eftirfarandi,
er honum barst andlátsfregn Gríms:
Danski Grímur dáinn er, húrra, húrra!
Drykkju-Grímur dáinn er, húrra, húrra!
tJr drepsótt landsins dáinn er, húrra, húrra!94
XII. Rannsókn Norðurreiðar.
Áður hefur oft verið minnzt á ýmislegt, sem fram kom
í rannsókn Eggerts Briems á Norðurreið. Mun nú skýrt frá
rannsókninni sjálfri. Með bréfi, dagsettu 8. ágúst 1849,
leggur Þórður Jónasson það fyrir Eggert Briem, sýslu-
mann Eyfirðinga, að rannsaka þetta mál. Segir Þórður
það álit sitt, að athuga beri undirbúning Norðurreiðar,
frumkvöðla hennar, þátttakendur og höfund áðurnefndra
seðla. Krefjast skuli skýrslu Norðurreiðarmanna um hót-
unaryrði þau, sem standi neðst á seðlunum. Rannsaka