Saga - 1973, Síða 53
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 49
eigi, hvort hvatning annars staðar frá hafi valdið ferðinni,
og samband hennar við vestanbréfið eða ávarpið. Einnig
beri að útvega allar þær upplýsingar, sem unnt sé að
fá um undirbúningsfundina, og auk þess allt annað, er
snerti þetta mál. Felur Þórður það Eggerti að öðru leyti
að fara með þetta mál, eins og vera beri „að viðhafðri
þeirri alvörugefni og jafnframt þeirri varúð, sem kring-
umstæðurnar útheimta". Að lokum er lagt fyrir Eggert
að leita eftir yfirlýsingu Norðurreiðarmanna um, að
þeir hafi sjálfir við nánari yfirvegun og umhugsun sann-
færzt um, að þeir hefðu með för sinni brotið góða skipun
og reglu, og séu því fúsir til að láta af hendi nokkrar
bætur til sveitarsjóðs. Ef þeir neiti, eigi þeir það á hættu
að verða lögsóttir eftir framkomnum málavöxtum.95
Einkennilegt er, að Eggert fékk þetta bréf ekki í hendur
fyrr en 20. ágúst. Þórði hefur fundizt, að ekkert lægi á,
og e. t. v. hefur hann verið að bíða eftir svari frá Rosenörn
við bréfi sínu frá 18. júlí.
Hinn 30. ágúst 1849 hófst rannsóknin, og var réttur
settur á Skriðu í Hörgárdal vegna Norðurreiðar. Þeir,
sem stefnt hafði verið, sendu bréf til réttarins og skírskot-
uðu til þeirra fáu orða, sem lesin voru upp við amtmanns-
setrið. Séu hins vegar seðlarnir glataðir, bjóðast þeir til
að útvega amtmanni afrit þeirra, verði þess óskað. Var
því auðsýnt, að þeir ætluðu sér ekki að sinna stefnunum.
Þó var þar kominn Guðjón Grímsson. Hann kvað þá skýr-
ingu á þátttöku sinni, að hann hefði ekki fengið áheyrn
hjá amtmanni, þá einu sinni hann hefði ætlað að tala við
hann, og sama sagðist hann hafa heyrt hjá öðrum. Guðjón
sagði, að sér hefði verið sýndur seðill sá, sem upp var
iesinn á Möðruvöllum, og hefði honum í fljótu bragði
fundizt hann meinlaus. Orðin, „áður en verr fer“, kvaðst
hann skilja sem klögun eða umkvörtun yfir amtmanni.
Guðjón játaði fyrir réttinum yfirsjón sína að hafa ráðizt
svo fljótlega til fararinnar og kvaðst við nánari umhugsun
ekki mundu hafa farið þessa för. Hins vegar áleit hann aðild
4