Saga - 1973, Side 54
50
ÓLAFUR ODDSSON
sína ekki saknæma, og vildi hann því ekki taka þátt í
kostnaði við rannsókn þessa.
Einnig kom fyrir réttinn Kristján Jónsson. Hann kvaðst
hafa álitið, að þar hefðu verið hrossakaupmenn á ferð,
og elt þá í því skyni að eiga við þá viðskipti. Hann sagðist
hafa gengið með þeim, en átt engan annan þátt í förinni.
Því teldi hann sig sýknan saka.
Einn maður, Guðmundur Guðmundsson, hafði sent skrif-
leg veikindaforföll til sýslumanns. Hann kvaðst hafa gengið
heim að amtmannssetrinu af forvitni og vegna misskilnings.
Hinn 31. ágúst var tekið fyrir sama mál á Steinsstöðum
í öxnadal. Voru nú þeir, sem stefnt hafði verið, mættir
„eftir tilsögn dómarans“. Kom fyrstur fyrir rétt Jónas
Sigurðsson. Hann kvað menn ekki hafa komið hinn fyrri
dag, því að þeir hefðu álitið mál þetta svo lítilsvert, að
eigi væri gangandi frá slætti fyrir það. Jónas kvaðst ekkert
hafa vitað um förina, áður en hún fór fram, Hann kann-
aðist við fyrrnefndan seðil, og „áður en verr fer“ skildi
hann sem svo, „að það væri, svo þeir þyrftu ekki að af-
biðja hann við stjórnina". Hann kvaðst hafa farið í þessa
för fyrir hvatningu Skagfirðinga, því að hann hefði vitað
óánægju alþýðu með Grím amtmann. Jónas sagði, að um-
talað hefði verið að mæta ekki fyrir rétti, ef amtmaður-
inn sálugi hefði látið hefja rannsókn vegna þessa máls.
Jónas neitaði að taka þátt í kostnaði vegna rannsóknar-
innar.
Síðan komu fyrir réttinn Hallgrímur Kráksson, Árni
Jónsson, Ólafur ólafsson, Jón Jónasson, Randver Magn-
ússon, Kristján Kristjánsson, Steinn Kristjánsson, ólafur
Sigurðsson, Guðmundur Einarsson og Páll Þórðarson.
Gáfu þeir sams konar skýrslu, hinir tveir fyrstnefndu
alveg eins, en hinir að öðru leyti en því, að þeir kváðust
ekki hafa heyrt, að umtalað hefði verið s. 1. vor að mæta
ekki fyrir rétti vegna þessa máls. Páll kvaðst eiginlega
hafa fylgzt með kunningja sínum í Skagafirði. Þeir óskuðu
eftir því, að bókað yrði, að óánægja almennings yfir amt-