Saga - 1973, Page 55
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 51
manninum sálaða hefði mikið komið til af því, að fólk
hefði ekki fengið að tala við hann eða koma fram sínu
máli og sumir hlotið óþægð af.
Hinn 1. september var réttur settur á Myrká í Hörg-
árdal. Kom þar fyrstur fyrir rétt Bjarni Gunnlaugsson.
Hann kvaðst hafa farið vestur í Skagafjörð í maímánuði
og þá heyrt því fleygt, að menn hefðu í hyggju að ríða
norður og afbiðja amtmann sem yfirvald. Hefði sér þá
þegar fundizt það vel til fallið, því að hann hefði tvisvar
ekki getað komið fram máli sínu við amtmann, þegar hann
ætlaði að tala við hann. Bjarni kvaðst þó ekki hafa vitað
nánari tímasetningu fararinnar og ekki nefnt þetta við
nokkurn mann. Að öðru leyti var framburður hans á sama
veg og öxndælinga.
Þá kom fyrir réttinn Gunnlaugur Gunnlaugsson, og
kvaðst hann ekkert hafa vitað um ferðina, fyrr en Skagfirð-
ingar hefðu gert sér boð að finna sig á Lönguhlíðarbökkum.
Hann kvaðst hafa ráðizt í ferðina vegna óánægju almenn-
ings yfir amtmanninum.
Síðan kom Steingrímur Jónsson fyrir réttinn, og kom
fátt nýtt fram hjá honum.
Magnús Gunnlaugsson boðaði forföll, en þá lét sýslu-
maður flyja réttinn að Bási, og var hann yfirheyrður þar
í rúmi sínu. Hann kvaðst hafa slegizt í förina, vegna þess
að hann hefði átt erindi út að Lóni, hvort sem var, án
þess að hann hefði viljað taka nokkurn þátt í erindi
hennar. Þó kvaðst hann hafa gengið heim að Friðriksgáfu,
ftiest af forvitni til að heyra mál manna.96
Eggert Briem sneri sér síðan að Skagfirðingum, en þá
kom annað hljóð í strokkinn. öxn- og Hörgdælingar
höfðu komið fyrir rétt fyrir fortölur sýslumanns síns.
Annað átti eftir að koma í ljós um flesta Skagfirðinga.
Er Eggert Briem var kominn til Skagafjarðar, sneri
hann sér til Lárusar Thorarensens sýslumanns og fékk
hjá honum skjal, sem fyrirskipaði íbúum sýslunnar að
hlýða Eggerti Briem og öllum hans stefnum og fyrirskip-