Saga - 1973, Side 56
52
ÓLAFUR ODDSSON
unum í þessu máli, eins og þær væru frá honum sjálfum.
Þaðan reið Eggert að Hólum í Hjaltadal að sögn Gísla
Konráðssonar. Hitti hann þar séra Benedikt Vigfússon. Ætl-
uðu menn, að hann myndi ekki spilla fyrir Norðurreiðar-
mönnum, því að hann átti að hafa sagt, að þrjátíu menn
hefðu farið úr Hjaltadal, ef þess hefði verið óskað.
Eggert tók nú að gefa út stefnur til Norðurreiðarmanna
í Skagafjarðarsýslu, fyrst í Skefilsstaðahreppi. Þeir svör-
uðu nafnlaust og kváðu birtingaraðferðina ólöglega. Auk
þess væri málefni þeirra „í grundvellinum rétt“, og sýnir
það, að bréf Hákonar Espólíns hafði sín áhrif. Þeir segja
og, að Norðurreið hafi farið fram í heyranda hljóði og
sé nú orðin þjóðkunnug. Því þurfi engrar rannsóknar
við, en ef spurt sé, hver hafi verið fyrirliði, þá sé það
„þjóðviljinn". Þeir segjast ekki munu koma til réttarins
og yfirgefa þannig atvinnu sína undir skemmdum. Þó
sé það þeim til huggunar, „sem girnast að sjá Grím sál.
amtm. málaðan með réttum lit og auðkenni", að þeir
hafi ásett sér, ef nauðsynlegt verði, að auglýsa ástæður
sínar á prenti. Hvort það verði hinum framliðna til tjóns
eða ekki, megi sækjendur sjálfir ábyrgjast. Þeir geta
þess að lokum, að Norðurreiðarmenn hafi í ráði að halda
fund einhvern tíma fyrir veturnætur, og þá gefist sækj-
endum þessa máls tækifæri til að koma eða senda full-
trúa, en þetta yrði að tilkynnast fyrir miðjan september-
mánuð.
Norðurreiðarmenn í Sauðárhreppi svöruðu með skjali,
sem var efnislega samhljóða, og Norðurreiðarmenn í
Rípurhreppi sendu einnig skjal og sögðust ekki gefa upp
ástæður Norðurreiðar, unz öllum þátttakendum fararinnar
„eftir fastgjörðum samningi okkar“ kæmi saman um að
auglýsa þær á prenti. Norðurreiðarmenn í Reynistaðar-
hreppi svöruðu á svipaðan hátt og neituðu að koma fyrir
rétt.
Eggerti hefur þótt auðsýnt, að svo mætti ekki lengur
ganga. Hann hafði sterkan grun um, hver stæði á bak við