Saga - 1973, Blaðsíða 57
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 53
hinar einörðu neitanir að koma fyrir réttinn. Hann birti
því harðorða stefnu til Norðurreiðarmanna í Seiluhreppi, en
nöfnin hafði Eggert fengið hjá Einari Stefánssyni á Reyni-
stað að sögn Gísla Konráðssonar. 1 stefnunni er lagt fyrir
hreppstjórann, Gísla Konráðsson, að birta tilgreindum
mönnum stefnuna. Eggert skírskotar til neitunar manna úr
öðrum hreppum að koma fyrir rétt og segir hana ólöglega
með öllu, því að það sé almenn lagaskylda að mæta fyrir
rétti, en þá, sem neiti að mæta, verði að telja „mótþróanlega
fóttroðara laganna". Eggert segir einnig, að þeir, sem
ekki mæti fyrir rétti, gefi þar með í skyn, að þeir, og þó
einkum þeir, sem hvetji aðra til slíks, álíti eitthvað rýrt
í málefnum sínum. Þetta lýsi slíkri óhlýðni við lögin, að
stjórnin geti ekki látið það afskiptalaust, og því muni hún
neyðast til „að taka til annarra ráða“ við þá, sem þannig
gangi í berhögg við lög og rétt, og þá muni koma í Ijós,
hvort „þjóðvilji" Islendinga vilji heldur byggja landið með
lögum eða eyða því með ólögum.
Gísli svarar sjálfur stefnu Eggerts, og sýnir það hörku
hans og kjark í þessu máli, en hinir hreppstjórarnir létu
hina stefndu svara nafnlaust. Hann kveðst einungis sök-
um hlýðni við sýslumann hafa birt stefnuna. Gísli segist
hafa hitt þá „á stangli hér og þar“ við störf sín, og æski
þeir, að hann svari stefnunni, sem þeir kalli ólöglega, og
tilkynni, að orsakir bænarerindisins að Möðruvöllum skuli
eigi samkvæmt samningi birtast nema á prenti, ef kröfu-
ftienn þessarar „sokölluðu rannsóknar" heimti það. Gísli
kveðst hafa án nokkurs árangurs reynt að fá sex bændur
þess að birta og undirrita stefnuna, en að fala konur
til þess starfa dirfist hann ekki á þessum dögum, enda
élöglærður maður. Hann hafi ekki árætt að krefjast
»húskarla“ til slíks, e. t. v. á móti vilja húsbænda sinna,
hvort sem sér vorkennist það eður eigi. Frásögn Gísla
i ævisögunni sýnir, að hann hefur sjálfur haft forgöngu
þetta svar. Hins vegar er frásögn hans af efni svarsins
ekki nákvæm í smáatriðum.