Saga - 1973, Page 58
54
ÓLAFUR ODDSSON
Eggert Briem sneri sér að nokkrum forvígismönnum
Skagfirðinga og bað um að fá að yfirheyra þá, en þeim
hafði ekki verið stefnt. Hinn 10. september kom Jón Sam-
sonarson alþingismaður fyrir rétt að Ríp „eftir tilmælum
dómarans". Hann kvaðst hafa verið samþykkur afsagnar-
bón til amtmannsins sálaða, þótt hann hefði ekki tekið þátt
í förinni. Orðin, „áður en verr fer“, útskýrði hann svo:
„Áður en menn neyddust til með opinberum ástæðum að
klaga þetta yfirvald". Jón kvaðst ekkert vita um frum-
kvöðla Kallárfundar. Hluttekningu sína í þessu máli
taldi hann ósaknæma, og því væri hann óviljugur að taka
þátt í kostnaði við rannsókn þessa.
Gísli Konráðsson segir, að Eggert hafi átt tal við Jón
Reykjalín, prest þar á staðnum. Hafi séra Jón sagt, „að
engin von væri til að alþýða liði slík yfirvöld, sem Grímur
var“, og fleira í sama dúr.
Sama dag var í Glaumbæ haldinn réttur yfir Þorbergi
Jónssyni „eftir tilmælum dómarans“. Gaf hann sams konar
skýrslu í flestu og Jón Samsonarson. Orðin, „áður en verr
fer“, útskýrði hann svo: „Áður en hann gjörði mönnum
þyngra eða meiri ófagnað en komið væri“. Hann kvaðst
ekki hafa samþykkt afsagnarerindið á Kallárfundi, en
að lokinni umhugsun hefði hann verið því samþykkur á
Vallalaugarfundi. Ástæðurnar til afsagnarbónarinnar kvað
hann þær, „að mönnum þótti margt óhagfellt í stjórn
amtmannsins sálaða, einkum á klausturjörðunum, t. d.
um uppboð á þeim til festu m. m., og gátu því ekki borið
traust til, að hann kippti því í lag, sem aflaga færi“.
Þorbergur kvaðst ekki vita um hvatamenn fundanna, en
Jón Samsonarson hefði leitazt við að halda uppi reglu
eftir óskum manna. Þorbergur taldi aðild sína að þessu
máli ósaknæma.
Eggert sýslumaður gerði Gísla Konráðssyni orð og bað
hann að finna sig. Var Gísli fús til þess, og er þeir fundust,
„bað hann Gísla að mega yfirheyra hann, sem þá Jón al-
þingismann og Þorberg hreppstjóra, og lézt Gísli þess