Saga - 1973, Síða 59
NORÐURREIÐ SKAGFIRÐINGA VORIÐ 1849 55
albúinn fyrir orð hans“. Hinn 11. september var því
haldinn réttur yfir Gísla „eftir tilmælum dómarans". Hann
vísaði í Þjóðólf no 18 um aðdraganda Kallárfundar. Gísli
kvaðst sem hreppstjóri hafa haft að kvarta um ýmis vand-
kvæði, einkum af hendi klausturjarðastjórnarinnar. Hann
hefði ekki getað fengið jörð, sem laus var, þótt allir sveit-
armenn gengju í ábyrgð, ekki einu sinni í eitt ár. Um
„unglingatalið" í Þjóðólfi kvaðst hann ekki hafa heyrt
sjálfur, en frétt um það af öðrum. Sumum hefði ekki verið
gefið um komu Gunnlaugs Björnssonar á Kallárfund, því
að þar hefði átt að ræða um preststíund, en Gunnlaugur
væri prestsson. Orðin, „áður en verr fer“, sagðist hann
hafa skilið svo: „Áður en meiri þyngsli eða vandkvæði
yrðu af stjórn hans“. Gísli kvaðst eigi vilja tína til einstök
atriði gegn amtmanni, því að „beiðendur“ myndu taka sam-
an þær ástæður Norðurreiðar, ef þeir yrðu neyddir til þess.
Hann kvaðst ekki vita um neitt samkomulag manna að mæta
ekki fyrir rétti. Gísli sagðist ekki hafa orðið var við utan-
aðkomandi hvatningu til Norðurreiðar, nema hvað óánægja
„alþýðu“ hefði líka heyrzt frá öðrum stöðum, og ekki
vissi hann til þess, að samband hefði verið haft við Ey-
firðinga, fyrr en norður kom. Gísli segir sjálfur svo frá,
að Eggert hafi sagt við sig einslega, áður en þeir skildu,
>.að engin mótgerð væri sér í, að orsakir „norðurreiðar-
Rianna" yrðu prentaðar“, og kvað hann ferð sína ónýta,
ef ekkert meira kæmi fram um þetta mál. Gísli sagðist
ekki einráður um þetta, en hann gæti stungið upp á því
á fundi. Eggert kvaðst sjá, að hér væri ekkert óundirbúið,
vissulega myndi Gísli „vita til þess alls“.
Eggerti barst síðar svar Norðurreiðarmanna í Mæli-
fells- og Reykjasóknum, og var það mjög í svipuðum anda
°g hin fyrri svör. Svar Norðurreiðarmanna í Akrahreppi
er einnig í sama dúr, en það er ágætlega skrifað, stílað
°& sett upp, og mun það hafa gert kunnáttumaður til
sk'kra hluta.
Hinn 13. september var haldinn réttur að Hjaltastöðum.